Óskar Víkingur - pistill frá EM

Óskar Víkingur Davíđsson fór ásamt sjö öđrum keppendum á Evrópumótiđ í skák í október síđastliđnum. Hann hefur teflt međ taflfélaginu Helli frá ţví ađ hann hóf taflmennsku fyrir tveimur árum, og teflir nú undir merkjum sameinađs félags, GM Hellis.

Óskar Víkingur var yngsti keppandinn sem keppti fyrir Íslands hönd en hann tefldi í opnum flokki undir 8 ára. Einstakar skákir og niđurstöđur allra flokka má finna á heimasíđu mótsins: http://budva2013.org, en Óskar bloggađi einnig á međan á mótinu stóđ á síđunni: http://oskarvikingur.blogspot.com/

****

Viđ ferđuđumst til Svartfjallalands međ flugi í gegnum London til Dubrovnik í Króatíu. Síđan fórum viđ međ rútu til Budva í Svartfjallalandi, sem er lítill strandbćr viđ Adríahaf. Viđ vorum átta keppendur, en hópurinn var 17 manns í heildina, og ţar af voru ţjálfararnir okkar tveir, Hjörvar Steinn og Helgi skákstađurÓlafsson. Viđ komum á hóteliđ okkar um klukkan hálf eitt um nóttu. Svo fórum viđ ađ tefla daginn eftir. Eldri hóparnir kepptu í íţróttahúsi, en viđ Vignir kepptum í barnaskóla og byrjuđum okkar umferđir klukkan fjögur. Ađstćđur á skákstađ voru ekki góđar, klósettin voru ömurleg og ţađ var rosa ţröngt. Áhorfendur máttu ekki koma inn í skáksal hjá okkur, ekki einu sinni ţjálfarar. Í íţróttahúsinu voru áhorfendapallar, en ţar voru líka fullt af ţjálfarum og foreldrum ađ reyna ađ svindla, og gefa keppendum merki, svo ađ ţađ er kannski bara eins gott ađ hafa alla úti. Hjá okkur var heldur engin ađstađa til ađ bíđa úti, svo ađ mamma mín og pabbi hans Vignis ţurftu ađ bíđa úti á malbikuđu plani, en stundum var komiđ myrkur ţegar viđ vorum búnir međ skákirnar.

 

Óskar og VignirHóteliđ var hins vegar mjög fínt, ţađ voru góđar sundlaugar og stutt ađ labba niđur á strönd. Reyndar var ekkert internet í herberginu okkar, en viđ komumst oft á netiđ í móttökunni á hótelinu. Maturinn var alveg fínn stundum en ekki alltaf. Svo var rosa rigning suma dagana, en ţađ var bara allt í lagi.

 

Í fyrstu umferđinni mćtti ég strák frá Austurríki og vann hann. Ţađ var gott ađ vinna fyrstu umferđina svo ađ mađur fái sjálfstraust. Svo vann ég líka umferđ númer tvö, en ţá keppti ég viđ strák frá Georgíu. Í ţriđju umferđ var ég eiginlega međ unniđ, tapađi ţví niđur í jafntefli og svo var ég ekki sáttur viđ ţađ og reyndi ađ vinna og gerđi mistök sem ađ endađi međ ţví ađ ég tapađi skákinni. Ég hefđi átt ađ fara í jafntefli og var međ smá móral eftir skákina í marga daga á eftir. Svo tapađi ég á móti frekar lélegum strák frá Ţýskalandi í fjórđu umferđ og ágćtum Búlgara í fimmtu umferđ. Í sjöttu umferđ náđi ég jafntefli á móti Austurríkismanni og var mjög sáttur viđ ţađ ţví ég eiginlega byrjađi á ađ tapa manni. Svo keppti ég viđ tvo Rússa í röđ, vann annan auđveldlega og tapađi fyrir hinum, og endađi á ađ vinna léttan Ísraela. Ţannig ađ ég endađi međ 4,5 vinninga úr 9 umferđum, sem er helmings vinningshlutfall. Ég var ekkert rosa sáttur viđ ţađ ţví ađ ég veit ađ ég get gert betur, en ţetta var líka bara ágćtt svona á fyrsta stórmótinu mínu í útlöndum.

ÓskarMörg löndin senda bara einn eđa tvo keppendur í yngsta flokknum, og hin norđurlöndin, England og Írland sendu t.d. enga í yngstu flokkunum. Ég held ađ ţađ sé dálítiđ sniđugt ađ byrja í undir 8 ára ţví ađ ţá fćr mađur keppnisreynslu, sérstaklega fyrir okkur Íslendinga ţví ađ ţađ er dýrt fyrir okkur ađ fara á alţjóđleg mót svo ađ viđ höfum stundum ekki eins mikla keppnisreynslu og hinir sem ađ búa í miđri Evrópu. Ţannig ađ ţađ er frábćrt ađ fara í stćrri hóp saman og fá ađ keppa viđ ţessa sterkustu á okkar aldri. Mér fannst hinir keppendurnir í mínum flokki alveg ágćtir, eiginlega betri en ég hélt ađ ţeir vćru. Ţeir tefldu líka ađeins öđruvísi en ég var vanur, stundum var ég búinn ađ skođa ţá en ţeir notuđu margar ólíkar opnanir og komu á óvart. Svo er dálítiđ erfitt ađ undirbúa sig undir skákir ţví ađ margir eru ekki komnir međ skákstig og mađur finnur ekki gamlar skákir međ ţeim.

Um mitt mótiđ var heill frídagur. Viđ nýttum hann í ađ slappa af og viđ Verónika og Mikki fórum líka í bátsferđ. Viđ sigldum einmitt framhjá Sveti Stefan ţar sem annađ einvígi Fischer og Spassky fór fram akkúrat fyrir 21 ári síđan. Úrslitin voru ţau ađ Bobby vann međ tíu vinninga, fimm töp og 15 jafntefli.  Síđan var Bobby Fischer eftirlýstur af Bandaríkjunum fyrir ađ brjóta verslunarbann viđ Júgóslavíu og ađ lokum endađi ţessi mikli skákkappi á Íslandi. Ţví miđur missti ég af ţví ađ hitta hann ţví hann dó áriđ 2008 og ţá var ég bara ţriggja ára.

Kastali2 

Sumir keppendanna eru ađ ţjálfa rosalega mikiđ, eru í sérstökum skákskólum og margir eru međ sérţjálfara međ sér. Tyrkirnir verđa kannski sterkir á nćstu árum, en austantjaldsţjóđirnar röđuđu sér í efstu sćtin, strákur frá Aserbaijan sigrađi og annar ţađan var í ţriđja sćti. Svo var rosa sterkur Rússi í öđru sćti, Hvítrússi í fjórđa og Tyrki í ţví fimmta. Ţessir ţrír efstu á Evrópumótinu röđuđu sér líka í sćti 2-4 á heimsmeistaramótinu sem er nú nýbúiđ, en ţá kom Indverji inn í fyrsta sćti. Ţessir gaurar eru međ um 1800 skákstig. Ţessir bestu eru svo komnir upp í 1900-2000 elo stig í undir 10 ára flokki og međ 2200 í undir 12 ára flokki. Ţannig ađ ţađ má ekkert slaka á til ađ missa ekki af öllu.  Rússarnir voru  međ fimmtán keppendur bara í flokknum mínum, undir 8 ára, sem er nćstum tvöfaldur sá fjöldi sem viđ Íslendingar sendum til ađ keppa í öllum flokkum! Ţeir senda líka sterkustu 7 ára gaurana, til ađ ćfa ţá svo ađ ţeir geti unniđ flokkinn ţegar ţeir eru ári eldri.

 Ég lćrđi alveg fullt af mótinu, ţađ var mjög góđ reynsla ađ fá tćkifćri til ađ keppa á svona stóru móti og ég segi takk fyrir viđ alla ţá sem styrktu mig fyrir ferđina og líka viđ ţjálfarana, sem kenndu mér mikiđ, bćđi á mótinu og fyrir ţađ. Svo var ég líka búinn ađ lćra mikiđ áđur af hinum ţjálfurunum mínum, ţeim Vigfúsi, Birni Ívari og Davíđ Ólafs svo ađ ég segi líka takk viđ ţá! Hinir keppendurnir í landsliđinu voru líka frábćrir, allir stóđu saman og voru svo hvetjandi og ţađ var frábćrt ađ vera hluti af íslenska ungmennalandsliđinu í skák.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband