Andri sigraði á jólabikarmóti GM Hellis

2013-12-30 22.41.11Andri Grétarsson sigraði á jólabikarmóti GM Hellis sem haldið var í Mjóddinni þann 30. desember sl. og er því jólasveinn GM Hellis sunnan heiða. Andri fékk 13v í 14 skákum og tapaði aðeins einni skák gegn Felix Steinþórssyni í 6. umferð. Felix er ekki alveg óvanur því að gera sterkum skákmönnum skráveifu. Í nýlokinni sveitakeppni  Icelandair fékk Felix verðlaun fyrir óvæntustu úrslitin eftir sigur á Kjatani Maack í lokaumferðinni.

Eftir 12. umferðir stóðu bara Hallgerður Helga  og Andri eftir en stað Andra var nokkru betri með aðeins eitt tap meðan Hallgerður var með þrjú töp og þar af tvö gegn Andra. Það fór lika svo að Andri landaði öruggum og verðskulduðum sigri með tveimur sigrum í lokaumferðunum. Hallgerður var í öðru sæti með 9v og þriðja sætinu náði svo Ólafur Guðmarsson með 7v.

Lokastaðan

1.    Andri Grétarsson                            13v/14

2.    Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir      9v/14

3.    Ólafur Guðmarsson                          7v/12

4.    Elsa María Kristínardóttir                 6v/11

5.    Felix Steinþórsson                        5,5v/11

6.    Vigfús Ó. Vigfússon                          5v/10

7.    Sigurður Freyr Jónatansson               4v/9

8.    Hjálmar Sigurvaldason                    3,5v/9

9.    Óskar Long                                        3v/8

10.  Hörður Jónasson                                3v/8

11.  Björgvin Kristbergsson                       2v/7

12.  Brynjar Haraldsson                            0v/5


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband