Skákþing GM-Hellis 2014 -10 ára afmælismót

Skákþing GM-Hellis 2014 á norðursvæði fer fram helgarnar 3-5. janúar og 10-11. janúar nk. Það er nýbreytni að skákþingið fari fram á tveim samliggjandi helgum, en það er gert ma. til þess að halda upp á 10 ára afmæli skákmótahalds í Þingeyjarsýslu, því árið 2004 var fyrsta skákþing skákmanna í Þingeyjarsýslu í ára raðir, haldið á Fosshóli í Þingeyjarsveit. Árið eftir var skákfélagið Goðinn formlega stofnað, sem heitir í dag GM-Hellir. Einnig er það gert til þess að fjölga þeim kappskákum sem í boði eru fyrir félagsmenn í vetur.
IMG 8392 (800x533)
 

Mótið verður haldið í gistiheimilinu Árbót í Aðaldal og gefst keppendum kostur á því að gista á skákstað til þess að spara sér akstur. Gistingin verður á mjög vægu verði.

Dagskrá: 

1. umferð föstudaginn    3. janúar   kl 20:00
2. umferð laugardaginn  4. janúar   kl 11:00
3. umferð laugardaginn  4. janúar   kl 17:00
4. umferð sunnudaginn  5. janúar   kl 11:00
5. umferð föstudaginn  10. janúar   kl 20:00
6. umferð laugardaginn 11. janúar  kl 11:00
7. umferð laugardaginn 11 janúar   kl 17:00

Tímamörk eru 90 mín á allar skákir að viðbættum 30 sek fyrir hvern leik. Mótið verður reiknað til Fide-skákstiga og til íslenskra skákstiga.
Teflt verður eftir swiss-managerkerfinu (monrad) og verður mótið aðgengilegt á chess-results.
Reikna má með 15-20 keppendum.

Þátttökugjald verður 2.000 krónur á mann óháð aldri, fyrir allt mótið.
Gjald fyrir þá sem taka gistingu líka (þrjár nætur) verður 3.000 krónur óháð aldri, fyrir allt mótið. Þeir sem ætla að gista þurfa að hafa með sér lak, koddaver og sængurver og eigin matvæli, en þeir fá aðgang að eldhúsi þar sem þeir geta eldað. Í Árbót eru 22 herbergi.

Verðlaun: Farandbikar fyrir sigurvegarann og verðlaun fyrir þrjá efstu.
Einnig verður veittur farandbikar fyrir sigurvegarann í flokki 16 ára og yngri og verðlaun fyrir þrjá efstu í þeim flokki. 
Aðeins félagsmenn í GM-Helli geta unnið til verðlauna. 

Skráning í mótið er hafin og hægt verður að skrá sig til leiks til kl 19:55 föstudaginn 3. janúar.
Skráningin fer fram á sérstöku skráningarformi á heimasíðu GM-Hellis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband