3.12.2013 | 01:21
Felix og Baltasar efstir á æfingu
Í yngri flokki var Baltasar Máni Wetholm efstur með 5,5v í sex skákum og gerði aðeins jafntefli við Birgi Loga skólafélaga sinn úr Ölduselsskóla. Annar varð Róbert Luu með 5v. Síðan komu jafnir með 3,5v þeir Ívar Andri Hannesson, Birgir Logi Steinþórsson og Sævar Breki Snorrason. Þar þurfti að grípa til stigaútreiknings og þá var Ívar Andri hlutskarpastur og hlaut þriðja sætið.
Eftirtaldir tóku þátt í æfingunni: Felix Steinþórsson, Jón Otti Sigurjónsson, Axel Óli Sigurjónsson, Alec Elías Sigurðarson, Halldór Atli Kristjánsson, Sindri Snær Kristófersson, Oddur Þór Unnsteinsson, Baltasar Máni Wetholm, Róbert Luu, Ívar Andri Hannesson, Birgir Logi Steinþórsson, Sævar Breki Snorrason, Egill Úlfarsson, Adam Omarsson, Aron Kristinn Jónsson og Óttar Örn Bergmann Sigfússon
Næsta æfing í Mjóddinni verður svo mánudaginn 9. desember nk. og hefst kl. 17.15. Stefnt er að því að skipta þá í tvo flokka eftir aldri og stigum. Æfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengið inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á þriðju hæð. Annarri umferð í dæmatímum fyrir félagsmenn er búin og helstu viðfangsefni hafa verðið peðsendatöfl og taktísk dæmi. Þriðja umferð fer svo af stað eftir áramótin og þá verða m.a. tekin fyrir hróksendatöfl.
Flokkur: Barna og unglingastarf | Breytt s.d. kl. 01:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.