30.10.2013 | 21:35
Hilmir Freyr unglingameistari GM Hellis
Vignir Vatnar Stefánsson sigrađi á jöfnu og skemmtilegu unglingameistaramóti GM Hellis (suđursvćđi) sem lauk á ţriđjudag. Vignir Vatnar fékk 6˝ vinning í sjö skákum og ţađ var Veronika Steinunn Magnúsdóttir sem náđi jafntefli. Ađrar skákir vann Vignir Vatnar og gilti ţá einu ţótt hann stćđi einhverju sinni höllum fćti um tíma; ţá landađi hann sigri međ keppnishörkunni og vann ađ lokum sanngjarnan sigur á mótinu. Annar varđ Hilmir Freyr Heimisson međ 6 vinninga, sem er sami vinningafjöldi og dugđi honum til sigurs í mótinu í fyrra.
Hilmir Freyr, sem býr á Patreksfirđi, gerđi sér sérstaka ferđ í bćinn til ađ taka ţátt í mótinu og verja titilinn sem hann vann í fyrra. Ţađ tókst, ţví Hilmir Freyr var efstur félagsmanna í GM Helli og er ţví unglingameistari félagsins. Ţriđji varđ Dawid Kolka međ 5 vinninga. Hann vann mótiđ fyrir tveimur árum en var í skólaferđalagi í fyrra og átti ţess ekki kost ađ verja titilinn ţá. Núna vantađi herslumuninn til ađ ná lengra ţótt vissulega hafi tćkifćri bođist til ţess í mótinu.
Vignir Vatnar og Hilmir Freyr voru einnig í tveimur efstu sćtum í flokki 12 ára og yngri en ţar náđi Mikhael Kravchuk ţriđja sćtinu eftir mikinn stigaútreikning ţar sem hann var hálfu stigi hćrri en Óskar Víkingur Davíđsson í öđrum stigaútreikningi.
Hjörvar Steinn Grétarsson, heilsađi upp á keppendur í fimmtu og sjöttu umferđ og tók viđ viđurkenningu frá félaginu. Hjörvar Steinn er líka sá sem oftast hefur orđiđ unglingameistari félagsins, fimm sinnum. Á ţessu móti voru hins vegar keppendur sem eiga möguleika á ađ ná ţeim árangri. Ţađ fór síđan vel á ţví ađ Hjörvar Steinn léki fyrsta leiknum fyrir lćrisvein sinn Vigni Vatnar í skák viđ Mikhael Kravchuk í 6. umferđ. Sennilega er Hjörvar Steinn samt vanari ţví ađ ađrir fái ţađ hlutverk ađ leika fyrsta leiknum fyrir hann.
Myndir frá mótinu má skođa hér
Mótshaldiđ tókst vel og allir keppendur sem hófu mótiđ luku ţví, sem er ekki sjálfgefiđ í tveggja daga móti, međ 20 mínútur í umhugsunartíma og marga unga ţátttakendur. Allir stóđu ţeir sig međ prýđi og tefldu af áhuga og ţá ekki sísti yngstu keppendurnir Adam Omarsson sem er fćddur 2007 og Kristófer Jökull Jóhannsson sem er fćddur 2008.
Lokastađan:
1. Vignir Vatnar Stefánsson 6˝ v./7
2. Hilmir Freyr Heimisson 6 v.
3. Dawid Kolka 5 v.
4. Veronika Steinunn Magnúsdóttir 4˝ v.
5. Birgir Ívarsson 4˝ v.
6. Mikhael Kravchuk 4 v. (24˝; 28)
7. Óskar Víkingur Davíđsson 4 v. (24˝; 27˝)
8. Alec Elías Sigurđarson 4 v. (23; 26˝)
9. Stefán Orri Davíđsson 4 v. (23; 26)
10. Halldór Atli Kristjánsson 4 v. (20)
11. Róbert Luu 4 v. (18)
12. Heimir Páll Ragnarsson 3˝ v.
13. Oddur Ţór Unnsteinsson 3 v.
14. Sindri Snćr Kristófersson 3 v.
15. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 3 v.
16. Ívar Andri Hannesson 3 v.
17. Adam Omarsson 3 v.
18. Brynjar Haraldsson 2 v.
19. Egill Úlfarsson 2 v.
20. Kristófer Eggert Arnarson 2 v.
21. Kristófer Jökull Jóhannsson 1 v.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.