18.9.2013 | 22:26
Kristján Guđmundsson gengur til liđs viđ Gođann-Máta!
Hinn snjalli skákmeistari Kristján Guđmundsson (2289) hefur gengiđ til liđs viđ Gođann-Máta. Vart ţarf ađ orđlengja ađ félaginu er mikill styrkur í liđsinni svo öflugs og reynds meistara.
Kristján hefur um langt árabil veriđ áberandi í íslensku skáklífi. Hann var á sínum tíma Íslandsmeistari unglinga í skák, var fulltrúi ţjóđar sinnar á heimsmeistaramóti unglinga og fékk 7 vinninga af 9 á World Open í Bandaríkjunum 1982. Sá árangur fleytti honum í efstu sćtin á ţví öfluga móti, mitt í öllum stórmeistarafansinum og hlaut Kristján sérstök verđlaun fyrir frammistöđuna.
Međal annarra afreka má nefna ađ hann hefur unniđ Öđlingamót TR nokkrum sinnum, auk sigra í fleiri sterkum mótum, og varđ Íslandsmeistari međ TG á Íslandsmóti skákfélaga.
Síđast en ekki síst var Kristján liđsstjóri landsliđs Íslands í skák á fjórum Ólympíumótum í röđ, m.a. ţegar liđiđ náđi 4. sćti í Dubai og vantađi einungis ˝ vinning til ađ hreppa bronsiđ.
Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans-Máta: Ţetta er mikil gleđifregn. Kristján fellur ekki bara vel í okkar hóp sem sterkur skákmađur heldur líka sem skemmtilegur félagi. Góđur liđsandi skiptir okkur GM-ara nefnilega jafnvel enn meira máli en geta í skák og ţar er skemmst ađ minnast ţáttar góđrar stemningar og samheldni í sigri okkar á Íslandsmóti skákfélaga í hrađskák á dögunum. Ţá er heldur ekki amalegt ađ njóta atfylgis nýja liđsmannsins í herkćnsku ţví ađ Kristján er eins og kunnugt er doktor í sálfrćđi.
Ljóst er ađ Kristján mun efla enn frekar hina grjóthörđu a-sveit okkar í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem senn fer í hönd.
Stjórn og liđsmenn Gođans-Máta bjóđa Kristján Guđmundsson velkominn í sínar rađir.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.