Gođinn-Mátar sigrađi Bolvíkinga

Gođinn-Mátar vann nauman sigur á Taflfélagi Bolungarvíkur í undanúrslitum hrađskákkeppni taflfélaga í gćrkvöld. Lokatölur urđu 37-35 Gođanum-Mátum í vil. Eftir fyrri hlutann höfđu Gođmátar forystu, 20 vinninga gegn 16. Bolar unnu ţví seinni hlutann 19 - 17. Keppnin fór fram í húsnćđi SÍ viđ Faxafen og var ćsispennandi eins og ráđa má af tölunum. Fyrir síđustu umferđ voru Gođmátar tveimur vinningum yfir og höfđu Bolar hvítt á öllum borđum í lokarimmunni. Ţrátt fyrir mikla baráttu á öllum borđum tókst Vestanmönnunum knáu ekki ađ saxa frekar á forskotiđ og niđurstađan varđ eins og áđur segir.
 
Sveitirnar voru vel mannađar. Bolvíkingar mćttu međ Jóhann Hjartarson, Braga Ţorfinnsson, Jón Viktor Gunnarsson, Guđmund Gíslason, Halldór Grétar Einarsson og Guđna Stefán Pétursson.

Gođmátar mćttu međ Helga Áss Grétarsson, Ţröst Ţórhallsson, Einar Hjalta Jensson, Sigurđ Dađa Sigfússon, Ásgeir P. Ásbjörnsson, Arnar Ţorsteinsson, Kristján Eđvarđsson, Ţröst Árnason og Tómas Björnsson.

Sterkastir hjá Gođanum Mátum voru Ţröstur Ţórhalls međ 8,5 af 12, Arnar Ţorsteins međ 6 af 9, Ásgeir P. međ 6,5 af 12 og Helgi Áss, sem var nokkuđ frá sínu besta ađ ţessu sinni,  međ 6 af 12.
Sterkastir Bolvíkinga voru Bragi Ţorfinns og Guđmundur Gísla međ 8,5 vinninga af 12, Jón Viktor međ 8 af 12 og Jóhann Hjartarson sem aldrei ţessu vant var ekki međal allra efstu manna og hlaut 6 af 12.
Ţar munađi ţví ađ Kristján Eđvarđs vann Jóhann tvisvar enda hefur Kristján lagt sig í framkróka eftir ţví ađ skilja og greina skákstíl ţessa besta skákmanns okkar.Hefur hann ţar notiđ ađstođar ofurtölvu einnar en annars hvílir mikil leynd yfir ţví hvernig hann afrekađi ţetta.

Bolvíkingar sáu um bruđerí í hléi og hljóta ţakkir fyrir og eins er meistara Rúnari Berg ţökkuđ óađfinnanleg dómgćsla og stigavarsla sem var til fyrirmyndar í hvívetna.

Pálmi R. Pétursson
 
Gođinn-Mátar eru ţar međ komnir í úrslit annađ áriđ í röđ og mćta Víkingaklúbbnum einnig annađ áriđ í röđ. Viđureignin fer fram sunnudaginn 8. september nk.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband