5.9.2013 | 10:07
Undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga fara fram í kvöld
Undanúrslit Hrađskákkeppni taflfélaga fara fram í kvöld. Ţar mćtast annars vegar Skákfélag Akureyrar og Víkingaklúbburinn og hins vegar Taflfélag Bolungarvíkur og Gođinn-Mátar. Viđureignirnar fara fram í húsnćđi SÍ, Faxafeni 12 og hefjast kl. 20. Frá ţessu er sagt á skák.is
Spennan er mikil fyrir viđureign Bola og Gođ/Máta og úrslitin talinn ráđist á lokametrunum. Bćđi liđin hafa tvo stórmeistara í sínum röđum. Fyrir Bolvíkinga tefla "gömlu" stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, sem nýlega sigrađi á afar sterku minningarmóti Guđmundar Arnlaugssonar og Jón L. Árnason. Međ Gođ/Mátum tefla "ungu" stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson.
Í liđi Víkara eru auk ţess alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson. Bolar eru sterkari á efri borđunum en Gođ/Mátar hafa ţéttari sveit. Skákspekingar meta líkurnar u.ţ.b. 50-50 á milli ţessu sterku klúbba.
Víkingaklúbburinn er ađ skákspekingum talinn eiga sigurinn vísan gegn Skákfélagi Akureyrar. Klúbburinn er núverandi Íslandsmeistari og hrađskákmeistari taflfélaga. Auk ţess eru forföll í liđi Akureyringa ţar sem einn sterkasti hrađskákmeistari ţeirra og landsins mun vera önnum kafinn viđ lögmannstörf og formađurinn, Áskell Örn Kárason, verđur staddur erlendis en hann er međal ţátttakenda á NM öldunga.
Í liđi Víkingaklúbbsins eru međal annars stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, tólffaldur Íslandsmeistari í skák og Stefán Kristjánsson og alţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson. Akureyringar eru ţó í góđri ćfingu ţví fjórir liđsmanna ţeirra, Stefán Bergsson, Mikael Jóhann Karlsson, Loftur Baldvinsson og Óskar Long Einarsson eru allir međal keppenda á Meistaramóti Hellis.
Skákspekingar telja stórsigur Víkingaklúbbsins vísan.
Áhorfendur eru velkomnir í Faxafeniđ í kvöld til ađ horfa á spennandi skákir.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.