Þröstur Þórhallsson stórmeistari keppir á Framsýnarmótinu 2013

Skráning á Framsýnarmótið 2013 í skák fer vel af stað, þrátt fyrir að rúmur mánuður sé í mótið. Í morgun voru 8 keppendur búnir að skrá sig til leiks. Meðal þeirra er Þröstur Þórhallsson stórmeistari, Einar Hjalti Jensson, Jón Þorvaldsson og Sigurður Daníelsson.

Þröstur Þórhallsson

Framsýnarmótið fer fram daganna 27-29 september á Breiðumýri í Reykjadal í Þingeyjarsveit. 

Það er Framsýn-stéttarfélag í Þingeyjarsýslu sem gefur verðlaun í mótið og þess vegna er ekkert þátttökugjald í mótið.  Mótið er venjulegt helgarmót þar sem tefldar verða fjórar atskákir og þrjár kappskákir.

Nánari dagskrá verður gefin út þegar nær dregur.

Hægt er að skrá sig til leiks hér efst á síðunni.

Hér má sjá lista yfir skráða keppendur. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Goðinn mátar?

Er ennþá verið að dýrka skurðgoð á íslandi?

Tókum við ekki upp KRISTNI árið 1000?

Jón Þórhallsson, 21.8.2013 kl. 08:22

2 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Skákfélagið Goðinn var stofnað við Goðafoss árið 2005. Nafnið þótti við hæfi því þar eru rætur félagsins.

Taflfélagið Mátar var stofnað 2008 í Reykjavík. Félögin sameinuðust 2012. Goðinn-Mátar var þá sjálfgefið nafn. Hefur ekkert með trú að gera, bara hentugt nafn og sker sig úr frá öðrum skákfélögum. Það eru tveir prestar í félaginu og þeir hafa ekki áhyggjur af nafninu né félagsmerkinu.

Skákfélagið Goðinn, 21.8.2013 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband