Ţröstur hrađskákmeistari suđurarms Gođans-Máta

Miđvikudagskvöldiđ síđasta ţegar hinar pólitísku klukkur stóđu í stađ og landiđ var stjórnlaust um stund fóru klukkurnar af stađ í Sölufélagi Garđyrkjumanna. Tólf lćrisveinar Caissu hófu ađ hreyfa útskorna menn í kappi hver viđ annan og húsbóndann harđasta - tímann sjálfan - sem tifađi miskunnarlaust áfram milli vel útilátinna grćnmetis- og ostabakka Gunnlaugs Karlssonar, framkvćmdastjóra ţar á bć og góđs gestgjafa.

keppendur_a_eflismotinu

Félagar í skákfélaginu Gođanum-Mátum voru mćttir í sólrođinn Brúarvog til ţess ađ útkljá sín á milli hver skyldi kallađur hrađskákmeistari félagsins sunnan heiđa. Sérstakur stuđningsađili mótsins, fyrirtćkiđ Eflir almannatengsl sá um vegleg verđlaun.

Spennandi keppni og jöfn fór í hönd og enduđu leikar ţannig, ađ ţrír urđu efstir og jafnir: ŢrösturJón Ţorvaldsson afhendir Gunnlaugi Karlssyni ţakklćtisvott fyrir húsnćđiđ og grćnmetis- og ostabakkana Ţórhallsson, Einar Hjalti Jensson og Tómas Björnsson. Rétt neđar kom Arnar Ţorsteinsson nýkominn af fjalli - annars var mótiđ jafnt og í raun spurning um dagsform. Ţađ var helst aldursforsetinn Björn Ţorsteinsson, margfaldur Íslandsmeistari í hrađskák og kappskák, sem náđi sér ekki á strik ađ ţessu sinni. Stórmeistarinn og Íslandsmeistarinn, Ţröstur Ţórhallsson, var úrskurđađur sigurvegari á stigum og handhafi titilsins Hrađskákmeistari GM-S 2013. Hollvinur félagsins, Halldór Grétar, hélt utan um mótstöflu og tefldi međ sem gestur.

Góđur andi sveif yfir vötnum og var ţađ mál manna ţegar upp var stađiđ ađ Einstein hefđi haft rétt fyrir sér međ tímann: hann er sannarlega afstćđur og getur auk ţess veriđ hvorttveggja gefandi og skemmtilegur.

Ađ keppni lokinni hélt framkvćmdastjóri Eflis almannatengsla, séntilmađurinn og mannasćttirinn Jón Ţorvaldsson, skemmtilega tölu og útdeildi verđlaunum. Allir keppendur voru leystir út međ viđurkenningu og veglegri gjöf - skjatta frá Kropphúsinu (Body Shop). Innihald skjattans ku víst hafa glatt konur Gođmátanna sérstaklega.

Međ ţessu móti lýkur vetrarstarfi GM sunnan heiđa. Óhćtt er ađ segja ađ eftirtekjur séu góđar en félagiđ státar nú af tveimur sveitum í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga. Framundan er skemmtikvöld í júní og svo hyggst félagiđ velgja Víkingum undir uggum í hrađskákkeppni skákfélaga síđla sumars.

Mótiđ á Chess-Results

Međ skákkveđju

Pálmi R. Pétursson 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband