Skákþing Norðlendinga 2013 - opinn flokkur

Skákþing Norðlendinga verður haldið á Sauðárkróki helgina 19 - 21. apríl
n.k. Mótið verður með hefðbundnum hætti, telfdar verða 4 umf. atskák með 25
mín. umhugsunartíma á föstudagskvöldi. Tvær umferðir kappskák 90 mín + 30
sec á leik á laugardegi og ein um ferð með sama sniði á sunnudegi. Að
þeirri umferð lokinni verður Hraðskákmót Norðlendinga haldið. Veitt verða
verðlaun fyrir þrjú efstu sæti í mótinu. Auk verðlauna í stigaflokkum.
Allir sem taka þátt í mótinu geta unnið til peningaverðlauna, en aðeins
þeir sem eru með lögheimili á Norðurlandi geta unnið titilinn Skákmeistari
Norðlendinga og Hraðskákmeistari Norðlendinga.

Mótsgjald er aðeins 2000 krónur og er innifalið í því kaffi og meðlæti á
stundum (þegar vel liggur á mótshaldara)

Skráning og frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Skákfélags Sauðárkróks
www.skakkrokur.blog.is Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið
unnar.ingvarsson@gmail.com Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um
gistimöguleika á Sauðárkróki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skák.is

Hvar eru Goðverjar? Enginn skráður á Norðurlandsmótið.

Skák.is, 17.4.2013 kl. 22:32

2 Smámynd: Skák.is

Rangt hjá mér - það er einn skráður!

Skák.is, 17.4.2013 kl. 22:32

3 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Vond veðurspá fyrir helgina. verður örugglega allt ófært enn eina ferðina :)

Skákfélagið Goðinn, 17.4.2013 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband