FASTUS-mótið. Stefán vann Þröst

Stórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2486), sem vann Íslandsmeistarann Þröst Þórhallsson (2441) í sjöttu og næstsíðustu umferð Fastus-mótsins - Gestamóti Goðans, sem fram fór í gærkveldi, er efstur með 5,5 vinning. Þröstur og Karl Þorsteins (2464), sem lagði Andra Áss Grétarsson (2327) eru næstir með 4,5 vinning og þeir einu sem geta náð Stefáni að vinningum.  Stefán og Karl mætast í lokaumferðinni sem fram fór á mánudagskvöldið, 11. febrúar og hefst kl. 19:30.

Öll úrslit 6. umferðar má finna hér.

Staða efstu manna:

  • 1. GM Stefán Kristjánsson (2486) 5,5 v.
  • 2.-3. IM Karl Þorsteinsson (2464) og GM Þröstur Þórhallsson (2441) 4,5 v.
  • 4.-7. FM Sigurbjörn Björnsson (2391), IM Jón Viktor Gunnarsson (2413), FM Þorsteinn Þorsteinsson (2251) og Þorvarður F. Ólafsson (2221)

Stöðu mótsins má finna hér.

Í lokaumferðinni mætast meðal annars:

  • Stefán - Karl
  • Jón Viktor - Þröstur
  • Þorsteinn - Sigurbjörn
  • Ingvar Þór - Þorvarður

Röðun í 7. umferð má finna hér.

Mótið fer fram í húsakynnum Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband