Hraðskákmót Goðans-Máta verður 28. desember

Hraðskákmót Goðans-Máta 2012 verður haldið í áttunda skipti, föstudagskvöldið 28 desember á Húsavík.  Mótið fer fram í Framsýnar-salnum að Garðarsbraut 26 og hefst stundvíslega kl 20:00. 

Reiknað er með því að mótslok verði um kl 23:00.

Tefldar verða 11 umferðir eftir monrad-kerfi. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin, auk farandbikars fyrir sigurvegarann. Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjá efstu í yngri flokki (16 ára og yngri)

Núverandi hraðskákmeistari Goðans-Máta er Jakob Sævar Sigurðsson.

Þátttökugjald er 500 krónur fyrir alla keppendur  

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig til keppni hjá formanni lyngbrekku@simnet.is eða í síma 4643187  8213187


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband