Einar Hjalti efstur á Skákþingi Garðabæjar

FIDE-meistarinn Einar Hjalti Jensson (2295) fer mikinn á Skákþingi Garðabæjar. Í 3. umferð, sem fram fór í gær, vann hann Jón Birgi Einarsson (1658) og er efstur með fullt hús.

myndaalb m 1 einar hjalti 

Enn er töluvert um óvænt úrslit en í gær gerði Bjarnsteinn Þórsson (1335) sér lítið fyrir og lagði margfaldan skákmeistari Garðbæjar, Jóhann H. Ragnarsson (2061), að velli. Bjarnsteinn er annar með 2,5 vinning. Kjartan Maack (2132) er þriðji með 2 vinninga.  Páll Sigurðsson (1983) er í miklum jafnteflisgír og gerði nú jafntefli við Omar Salama (2277), sem hefur ekki náð sér á strik.

Úrslit 3. umferðar má finna hér, stöðu mótsins má finna hér og röðun 4. umferðar sem fram fer á fimmtudagskvöld má finna hér.

Í b-flokki eru Óskar Víkingur Davíðsson og Kári Georgsson efstir með fullt hús.  Nánari upplýsingar um b-flokkinn má finna á Chess-Results.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband