Æsipennandi úrslitaeinvígi í gærkvöld

Æsispennandi úrslitaeinvígi milli Víkingaklúbbsins og Goða-Máta fór fram fimmtudagskvöldið 20. september, en leikurinn fór fram á hlutlausum velli í húsnæði Sensa, Kletthálsi 1.  Nokkrir áhorfendur komu að sjá hrikalegt einvígi, sem gat farið á hvorn veginn sem var.  Eftir að allar skákir höfðu verið tefldar þá var staðan hnífjöfn, en bæði liðin voru með jafnmarga vinninga 36-36.  

Samkvæmt reglum keppninnar fór þá fram bráðabani, en honum lauk með naumum sigri Víkingaklúbbins 3.5-2.5.  Þetta er aðeins í annað skiptið í 18 ára sögu keppninnar sem þarf bráðabana til knýja fram úrslit. 

P9200090Vigfús Ó. Vigfússon, formaður Taflfélagsins Hellis, sem heldur keppnina, afhendi kampakátum Víkingaformanni, Gunnar Frey Rúnarssyni, sigurlaunin, farandbikar í leikslok.

Bráðabaninn:

Stefán Kristjánsson- Þröstur Þórhallsson 0.5-0.5
Björn Þorfinnson-Helgi Áss 1-0
Magnús Örn - Þröstur Árnason 1-0
Davíð Kjartansson - Ásgeir Ásbjörnsson 1-0
Gunnar Fr. - Einar Hjalti Jensen 0-1
Stefán Þór- Kristján Eðvarðsson 0-1
  
Besti árangur Víkingaklúbbsins: 

Stefán Kristjánsson 8.5 v af 12
Björn Þorfinnsson 8. v af 12 
Magnús Örn Úlfarsson 8. v af 12 
Davið Kjartansson 5.5 v. 12 
Gunnar Freyr Rúnarsson 3.5 v af 12 
Stefán Sigurjónsson 2.5.v af 8 
Lárus Knútsson 1 v. af 4 

Besti árangur Goða-Máta:

Þröstur Þórhallsson 7. v af 12 
Helgi Áss Grétarsson 8. v af 12 
Sigurður Daði Sigfússon 4. v af 11 
Ásgeir Ásbjörnsson 5.5 af 12 
Einar Hjalti Jensson 5. v. af 10
Kristján Eðvaldsson 4.5 af 12   
Þröstur Árnason 1.5 v. af 5

Myndaalbúm (GFR)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband