Goðinn/Mátar - Víkingaklúbburinn. Úrslitaviðureignin annað kvöld !

Úrslitaviðureign Víkingaklúbbsins og Goða-Máta fer fram á fimmtudaginn.  Búast má harðri baráttu enda hefur hvorugt félagið unnið bikar hingað til og hefur mikill taugatitringur í báðum herbúðum ekki farið framhjá neinum skákáhugamanni. 

Viðureignin fer fram á hlutlausum velli.  Leikurinn fer fram í húsnæði Senu, Kletthálsi 1, en leiðarlýsingu má finna hér. Viðureignin hefst kl. 20:30 og gert er ráð fyrir afar jafnri og spennandi viðureign.

Áhorfendur hjartanlega velkomnir en í lok viðureignarinnar mun Vigfús Ó. Vigfússon, formaður Hellis, sem stendur fyrir keppninni, krýna nýjan sigurvegara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband