Guđfríđur Lilja gengur í Gođann!

Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, alţingismađur og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, er gengin til liđs viđ Gođann. Félaginu er mikill akkur í atfylgi ţessarar fjölhćfu afrekskonu enda er hún ein fremsta skákkona Íslands og hefur unniđ skákíţróttinni mikiđ gagn.
 
images 3
 
Guđfríđur Lilja vakti ţegar á unga aldri athygli fyrir skákhćfileika sína.  Kornung varđ hún alţjóđlegur meistari og ellefu sinnum hefur hún hlotiđ sćmdarheitiđ Íslandsmeistari kvenna í skák. Guđfríđur Lilja braut blađ í skáksögu Íslands ţegar hún var kjörin forseti Skáksambands Íslands áriđ 2004, fyrst kvenna, og hún varđ einnig fyrst kvenna til ađ gegna formennsku í Skáksambandi Norđurlanda. Guđfríđur Lilja hefur unniđ ötullega ađ ţví ađ efla skákiđkun á Íslandi og endurvakti m.a. kvennalandsliđ Íslands í skák áriđ 2000. Hún er međ BA-gráđu í sagnfrćđi frá Harvard og meistaragráđu í heimspeki frá Cambridge í Englandi.
 
 Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans: „Okkur er ljúft ađ bjóđa skákdrottinguna Guđfríđi Lilju velkomna í okkar rađir. Hiđ ötula starf hennar viđ útbreiđslu og eflingu skákíţróttarinnar er einstakt og viđ vonumst til ţess ađ geta sótt til hennar góđ ráđ og innblástur á ţví sviđi. Fyrst og fremst vonum viđ ţó ađ Guđfríđur Lilja eigi sem flestar ánćgustundir viđ taflborđiđ og ađ hún njóti ţess sem Gođinn hefur upp á ađ bjóđa.“
 
Guđfríđur Lilja: „Ég kveđ Taflfélagiđ Helli međ söknuđi og ţakklćti. Ţađ er frábćrt félag. Nú er hins vegar komiđ ađ nýjum kaflaskilum í mínum skákferli og ég lít á inngöngu mína í Gođann sem upphafiđ ađ einhverju nýju og fersku. Gođinn hefur vakiđ athygli mína fyrir skemmtilegan liđsanda og kraftmikiđ félagsstarf.  Hér fć ég tćkifćri til  ađ rifja upp mannganginn í góđra vina hópi og hver veit nema ţetta verđi vel heppnuđ innkoma í seinni helming míns skákferils. Skákin er falleg, skemmtileg og skapandi og ég á ekki von á öđru en ađ hún verđi mér dyggur félagi út lífiđ.  Svo er ţađ auđvitađ borđleggjandi ađ hin klassíska skák er margfalt meira gefandi en refskák stjórnmálanna!“
 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir ţađ,en einhverjir verđa ađ vinna ţau verk.

Helga Kristjánsdóttir, 2.9.2012 kl. 06:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband