Sigur á Íslandsmeisturunum.

Nokkuð óvænt úrslit urðu í 1. umferð Hraðskákkeppni taflfélaga í kvöld  þegar Goðar gengu milli bols og höfuðs á margföldum Íslandsmeisturum Bolvíkinga. Lokatölur urðu 43-29 Goðum í vil og var tónninn sleginn strax í fyrstu umferð með 4,5-1,5 sigri. Bolvíkingar unnu aðeins eina umferð af tólf, þremur lauk með skiptum hlut en Goðar höfðu betur átta sinnum.

Goðinn   Bol 006 

Jóhann Hjartarson geng Þresti Þórhallssynin og Bragi Þorfinnsson gegn Helga Áss Grétarssyni fjær.
Einar Hjalti Jensson, Sigurður Daði Sigfússon, Ásgeir Ásbjörnsson og Kristján Eðvarðsson fjæst.

Helgi Áss Grétarsson var hamrammur og hjó á báðar hendur. Hann hlaut flesta vinninga Goða, alls 10,5 og leyfði aðeins 3 jafntefli. Þröstur Þórhallsson kom næstur með 9 vinninga og Ásgeir P. Ásbjörnsson hlaut 7,5. Flesta vinninga Bolvíkinga hlaut Jóhann Hjartarson sem tefldi af miklu öryggi og innbyrti  9,5 vinninga. Hann var taplaus eins og Helgi Áss en gerði 5 jafntefli. Jón Viktor Gunnarsson kom næstur í mark með 8,5 vinninga og Bragi Þorfinnsson uppskar 7.

Árangur Goða

 

• Helgi Áss Grétarsson                  10,5 v. /12

• Þröstur Þórhallsson                     9,0 v. /12

• Ásgeir P. Ásbjörnsson                 7,5 v. /12

• Einar Hjalti Jensson                      5,5 v. /11

• Kristján Eðvarðsson                     5,5 v. /12

• Sigurður Daði Sigfússon               3,5 v. /10                          

• Tómas Björnsson                          1,5 v. /03

 

Árangur Bolvíkinga

 

• Jóhann Hjartarson                        9,5 v. /12

• Jón Viktor Gunnarsson               8,5 v. /12

• Bragi Þorfinnsson                          7,0 v. /12

• Halldór Grétar Einarsson            3,0 v. /12

• Árni Á. Árnason                              0,5 v. /12

• Guðmundur M. Daðason           0,5 v. /12

 

Nokkra sterka hraðskákmenn vantaði í bæði lið en missir Bolvíkinga var þó tilfinnanlegri.

 Teflt var í húsakynnum Skáksambands Íslands og eru forvígismönnum SÍ þökkuð afnotin af aðstöðunni. Þá fær Rúnar Berg sérstakar þakkir fyrir að fara yfir hraðskákreglur með keppendum í upphafi viðureignar og vera þeim innan handar um vafaatriði. Goðar þakka Bolvíkingum drengilega viðureign og óska þeim velfarnaðar á hvítum reitum og svörtum.

Síðar um kvöldið var svo dregið í 8-liða úrslit og verða nágrannar okkar í SA næstu andstæðingar Goðans. 

Heimasíða mótsins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband