17 skráðir til keppni á Barna og unglingameistaramót Goðans sem fram fer í dag.

Mánudaginn 26 mars kl 16:00 - 17:50 verður Barna og unglingameistaramót skákfélagins Goðans í skák haldið í Framsýnarsalnum Garðarsbraut 26 á Húsavík. Í morgun höfðu 17 keppendur skráð sig til keppni.

Öll börn og unglingar 16 ára og yngri í Þingeyjarsýslu geta tekið þátt í mótinu.

Tefldar verða 5-7 umferðir (monrad-kerfi) með 7-10  mín umhugsunartíma á mann.

Verðlaun verða veitt í eftirtöldum flokkum:
(bæði farandverðlaun og eignarverðlaun)

Stúlkur:

  • 4 bekkur og yngri     (börn fædd 2002 eða síðar)
  • 5-7 bekkur                (börn fædd 1999- 2001)
  • 8-10 bekkur              (börn fædd 1996-1998)

Strákar:

  • 4 bekkur og yngri
  • 5-7 bekkur
  • 8-10 bekkur

Skráning í mótið fer fram hjá Hermanni í síma 4643187 eða 8213187.

Einnig á lyngbrekku@simnet.is

Skráningu líkur kl 15:55 á mótsdegi.

Þátttökugjald er krónur 500 á keppanda, sem greiðist á mótsstað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband