20.2.2012 | 10:46
Rúnar Ísleifsson er skákmeistari Goðans 2012.
Rúnar Ísleifsson vann sigur á skákþing Goðans 2012 sem lauk í gær. Rúnar gerði jafntefli við Hjörleif Halldórsson í lokaumferðinni, en á sama tíma gerðu þeir bræður Smári og Jakob Sævar Sigurðsson jafntefli. Rúnar vann því sigur á stigum því hann og Jakob urðu jafnir með 4,5 vinninga. Talsverð spenna var fyrir lokaumferðina því þessir þrír gátu allir unnið sigur á mótinu. Þeir bræður börðust af mikilli hörku í sinni skák sem fór í tæplega 80 leiki og ætluðu báðir sér sigur. Báðir voru þeir komnir í mikið tímahrak þegar þeir sömdu um jafntefli.
Jakob Sævar, Rúnar Ísleifsson skákmeistari Goðans 2012 og Smári Sigurðsson.
Hjörleifur Halldórsson (SA) endaði að vísu í þriðja sæti, en þar sem hann keppti sem gestur á mótinu hreppti Smári þriðja sætið. Alls tóku 13 keppendur þátt í skákþinginu að þessu sinni.
Snorri Hallgrímsson vann sigur í yngri flokki og Hlynur Snær Viðarsson varð í öðru sæti.
Lokastaðan í mótinu:
Rk. | Name | FED | Rtg | Pts. | TB1 | TB2 | TB3 | |
1 | Isleifsson Runar | ISL | 1686 | 4.5 | 21.0 | 14.0 | 14.75 | |
2 | Sigurdsson Jakob Saevar | ISL | 1694 | 4.5 | 19.5 | 13.5 | 13.25 | |
3 | Halldorsson Hjoreifur | ISL | 1819 | 4.0 | 22.0 | 15.5 | 14.00 | |
4 | Sigurdsson Smari | ISL | 1664 | 4.0 | 21.0 | 14.5 | 12.50 | |
5 | Adalsteinsson Hermann | ISL | 1343 | 3.5 | 19.5 | 13.0 | 8.50 | |
6 | Olgeirsson Armann | ISL | 1405 | 3.5 | 17.0 | 11.0 | 8.75 | |
7 | Hallgrimsson Snorri | ISL | 1319 | 3.0 | 17.5 | 11.5 | 7.75 | |
8 | Asmundsson Sigurbjorn | ISL | 1210 | 3.0 | 15.5 | 9.5 | 6.25 | |
9 | Johannsson Thor Benedikt | ISL | 1340 | 3.0 | 14.0 | 8.0 | 6.00 | |
10 | Stefansson Sigurgeir | ISL | 0 | 2.5 | 18.0 | 11.0 | 5.75 | |
11 | Vidarsson Hlynur Snaer | ISL | 1055 | 2.5 | 15.5 | 10.0 | 4.75 | |
12 | Akason Aevar | ISL | 1508 | 2.0 | 17.0 | 11.5 | 4.50 | |
13 | Karlsson Sighvatur | ISL | 1341 | 2.0 | 15.0 | 9.0 | 3.75 |
Úrslit úr 6. umferð:
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Athugasemdir
Ég óska Rúnari til hamingju með sigurinn og þeir bræður eiga hrós skilið fyrir sína taflmennsku á mótinu. Áfram Goðinn. Koma svo
Sighvatur Karlsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 12:59
Til hamingju Rúnar með titilinn.
Skákfélagið Goðinn, 20.2.2012 kl. 14:05
Til hamingju Rúnar Skákmeistari! Óska bræðrunum líka til hamingju með góðan árangur.
Greinilega jafnt og spennandi mót!
Benedikt Þorri Sigurjonsson (IP-tala skráð) 20.2.2012 kl. 15:51
Til hamingju með sigurinn Rúnar!
Og til hamingju með árangurinn Jakob, Smári, Snorri og Hlynur.
Spennandi og vel heppnað skákþing hjá ykkur, Norður-Goðar sem gaman var að fylgjast með. Hélt að Hermann formaður hreppti efsta sætið að þessu sinni eftir feykiöfluga byrjun en hans tími kemur bara síðar.
Það er virkilega ánægjulegt að hugsa til þess krafts sem er í skáklífi Goðans í báðum goðorðunum um þessar mundir. Víst er að menn mæta vel heitir til leiks á Selfossi 2. mars nk. Hlakka til að hitta ykkur þar!
Jón Þorvaldsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 06:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.