15.11.2011 | 21:20
Einar Hjalti er atskákmeistari Reykjavíkur.
Einar Hjalti Jensson gerði sér lítið fyrir í gær þegar hann vann sigur á Atskákmót Reykjavíkur með glæsibrag. Einar Hjalti fékk 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Einar tryggði sér sigurinn í lokaumferðinni þegar hann gerði jafntefli við Hjörvar Stein Grétarsson Jafnir í 2-3. sæti urðu Hjörvar Steinn Grétarsson og Vigfús Ó Vigfússon með 4,5 vinninga hvor.
Einar Hjalti Jensson er Atskákmeistari Reykjavíkur 2011.
Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hellis fór fram í félagsheimili Hellis. Tefldar voru 6 umferðir eftir svissnesku-kerfi og var umhugsunartíminn 15 mínútur á skák.
Lokastaðan:
- 1 Einar Hjalti Jensson, 5.5 15.5 23.0 20.5
- 2-3 Hjörvar Steinn Grétarsson, 4.5 15.5 24.5 16.5
- Vigfús Ó. Vigfússon, 4.5 14.0 20.5 14.0
- 4-6 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4 15.5 21.5 16.0
- Stefán Bergsson, 4 15.0 23.0 18.0
- Sævar Bjarnason, 4 13.5 21.0 14.0
- 7-10 Dagur Ragnarsson, 3.5 14.0 20.0 13.0
- Birkir Karl Sigurðsson, 3.5 12.5 19.0 10.0
- Atli Antonsson, 3.5 11.5 19.0 12.0
- Eiríkur Björnsson, 3.5 11.5 18.0 12.0
- 11-14 Dagur Kjartansson, 3 13.0 19.0 11.0
- Helgi Brynjarsson, 3 12.0 18.0 11.0
- Oliver Aron Jóhannesson, 3 11.0 16.0 11.0
- Ingvar Örn Birgisson, 3 9.5 14.5 9.0
- 15-17 Kristófer Jóel Jóhannesso, 2.5 13.0 18.0 10.0
- Ingvar Egill Vignisson, 2.5 11.5 17.5 8.5
- Ingibjörg Edda Birgisdótir, 2.5 9.0 14.5 8.0
- 18-22 Jón Trausti Harðarson, 2 13.0 19.0 7.5
- Stefán Már Pétursson, 2 12.5 17.0 7.0
- Vignir Vatnar Stefánsson, 2 11.0 16.0 7.0
- Gauti Páll Jónsson, 2 9.5 15.0 6.0
- Pétur Jóhannesson, 2 5.0 8.5 4.0
- 23 Mikael Kravchuk, 1 9.5 13.0 3.0
- 24 Björgvin Kristbergsson, 0 8.5 13.5 0.0
Atskákmeistari Reykjavíkur 2010 var Hjörvar Steinn Grétarsson.
Til hamingju Einar Hjalti.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt 18.11.2011 kl. 20:22 | Facebook
Athugasemdir
Glæsilegt hjá þér, Einar! Hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur.
Smári Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.11.2011 kl. 22:06
Ég óska Einari Hjalta til hamingju með frækinn sigur. Sannur Goði þar á ferðinni
Sighvatur Karlsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 00:42
Þessi sigur Einars Hjalta er þeim mun athyglisverðari þegar þess er gætt hve sterkir móterherjar hans voru sumir hverjir.
Einar er til alls vís í framtíðinni.
Jón Þorvaldsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 18:42
Þvílík mannvera. Til hamingju, Einar!
Jakob Sævar Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.11.2011 kl. 20:29
Til hamingju Einar. Glæsilegt hjá þér.
Skákfélagið Goðinn, 16.11.2011 kl. 23:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.