2.9.2011 | 16:19
Gođanum berst öflugur liđsauki.
Gođinn heldur áfram ađ efla liđ sitt fyrir hina hörđu keppni í 2. deild á vetri komanda.
Međal svćsnustu keppinauta Gođans í ţeim slag er Víkingasveitin sem státar ekki ađeins af snjöllum skákmönnum heldur eru flestir ţeirra líka kraftlyftingamenn, afrenndir ađ afli.
Nćgir ţar ađ nefna vöđvatröllin knáu, Gunnar Frey Rúarsson og Magnús Örn Úlfarsson. Hér hefur ţví hallađ verulega á liđ Gođans, en nú eru bjartari tímar framundan ţví ađ einn kunnasti líkamsrćktarfrömuđur landsins og margfaldur Íslandsmeistari, Arnar Grant, hefur gengiđ til liđs viđ Gođann.
Arnar Grant kominn í keppnistreyju Gođans.
Arnar, sem er Norđlendingur ađ uppruna, tefldi mikiđ á yngri árum en hefur nú ákveđiđ ađ hefja keppni á ný undir merkjum Gođans. Jafnframt mun hann verđa félögum sínum til ráđuneytis um holla lífshćtti og uppbyggingu líkamlegs atgervis enda ekki vanţörf á.
Arnar kveđst lengi hafa stefnt ađ endurkomu í skákina og gefur henni ţessa einkunn: Ađ mínu áliti er skákíţróttin besta vaxtarćkt fyrir hugann sem völ er á og ég er mjög ánćgđur međ ađ vera kominn í ţennan vaska hóp.
Ţess má geta ađ Gođinn mun skora á Víkingaklúbbinn í keppni í sjómanni í náinni framtíđ, en ţó fyrr en liđsmenn Gođans eru orđnir helmassađir eins og ţađ heitir á máli sérfrćđinga.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.