13.4.2011 | 12:37
Ađalfundur Gođans var haldinn sl. mánudag.
Ađalfundur skákfélagsins Gođans var haldinn á mánudagskvöldiđ á Húsavík. 10 félagsmenn sátu fundinn. Sighvatur Karlsson var endurkjörinn í stjórn sem ritari en fyrir eru í stjórn, Hermann Ađalsteinsson formađur og Sigurbjörn Ásmundsson gjaldkeri. Smári Sigurđsson var kjörinn fyrsti varamađur í stjórn í stađ Ketils Tryggvasonar.
Fram kom í máli formanns á fundinum ađ áriđ 2010 hefđi veriđ félaginu afar gjöfult. Mikil fjölgun félagsmanna hefđi orđiđ á árinu og Gođinn vćri fjórđa stćrsta skákfélagiđ utan höfđaborgarsvćđisins og ţađ 9 stćrsta á landinu miđađ viđ fjölda félagsmanna.
Félagiđ sendi í fyrsta skipti 3 keppnisliđ á Íslandsmót skákfélaga og A-liđinu tókst ađ vinna sig upp í 2. deild ađ ári. Fjárhagsstađan er góđ og velta skákfélagsins hefđi aukist um helming frá 2009.
Fram kom ađ ţessa daganna vćri veriđ ađ ganga frá samningi félagsins viđ sveitarfélagiđ Norđurţing (Húsavík-Kópasker-Raufarhöfn) um áframhaldandi skákkennslu fyrir grunnskólanemendur í Norđurţingi og yrđi hann undirritađur á nćstu dögum.
Samţykkt var á fundinum ađ leggja skákćfingar af á Laugum vegna slakrar mćtingar ţar í vetur, ţannig ađ frá og međ september 2011 verđi skákćfingar einungis á Húsavík. Öll stćrri skákmót félagsins verđa einnig á Húsavík en amk. tvö styttri árleg mót verđi á Laugum. Vikulegar skákćfingar verđa á mánudagskvöldum
Formađur skýrđi einnig frá áformum, sem eru enn á undirbúnings stigi, um ađ halda stórt alţjóđlegt skákmót á Húsavík áriđ 2012.
Sjá skýrslu stjórnar hér fyrir neđan.
Flokkur: Spil og leikir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.