Áramótapistill formanns.

Áriđ 2010 hefur veriđ sérstaklega gott fyrir skákfélagiđ Gođann. Mikil fjölgun félagsmanna á árinu stendur ţar uppúr og ágćtt gengi á íslandsmóti skákfélaga.
Gođinn sendi í fyrsta skipti ţrjár skáksveitir til keppni á Íslandsmót skákfélaga, sem er afskaplega góđur árangur hjá ungu félagi.
Eftir ađ liđum var fjölgađ í 3. deild upp í 16, fluttist A sveit Gođans sjálfkrafa upp í ţriđju deild og á raunhćfa möguleika á ţví, ađ vinna sig upp í 2. deild á nćsta ári. B og C sveitirnar eru áfram í fjórđu deild og ólíklegt verđur ađ teljast ađ ţćr geri einhverjar rósir ţar.

ÍS 2010 002 

Alls hafa gengiđ 12 skákmenn til liđs viđ Gođann á árinu og ţeir eru, Ásgeir P Ásgeirsson, Björn Ţorsteinsson, Einar Hjalti Jensson, Tómas Björnsson, Sveinn Arnarson, Páll Ágúst Jónsson, Ingi Fjalar Magnússon, Ragnar Fjalar Sćvarsson, Helgi Egilsson, Andri Valur Ívarsson, Ingvar Björn Guđlaugsson og Viđar Njáll Hákonarson. Koma ţessara nýju manna hefur styrkt Gođann mjög mikiđ og eigum viđ nú fjóra félagsmenn međ meira en 2100 skákstig. 

ís 2010 024 

Stigahćsti félagsmađurinn er Ásgeir P Ásbjörnsson međ slétt 2300 stig. Vakti ţađ talsverđa athygli ţegar Ásgeir settist ađ tafl á fyrsta borđi í A-sveit Gođans en hann hafđi ekki teflt kappskák síđan 1987. Ásgeir átti frábćra endurkomu ađ skákborđinu ţví hann fékk 3,5 vinninga af 4 mögulegum í fyrri hluta íslandsmótsins og vann ma. Davíđ Kjartansson. 
 
Erlingur Ţorsteinsson og Einar Garđar Hjaltason yfirgáfu félagiđ á árinu og kunnum viđ ţeim okkar bestu ţakkir fyrir veruna hjá okkur.

Félagsstarfiđ hefur gengiđ vel og félagiđ hefur haldiđ ćfingar og skákmót samkv. áćtlun. Gođinn hélt Skákţing Norđlendinga á Húsavík í apríl og heppnađist ţađ vel, en ţađ olli talsverđum vonbrigđum hve fáir keppendur af norđurlandi, utan okkar félagssvćđis, voru međ og sérstaklega vantađi keppendur frá Akureyri.

Ármann Olgeirsson  ritari Gođans

Á ađalfundinum í vor hćtti Ármann Olgeirsson í stjórn og var Sighvatur Karlsson kjörinn í hans stađ. Ég vil ţakka Ármanni sérstakleg fyrir vel unnin störf fyrir félagiđ, en Ármann hefur veriđ í stjórn Gođans frá stofnun félagsins áriđ 2005. Viđ ţetta tćkifćri var Ármann gerđur ađ fyrsta heiđursfélaga Gođans.
Starfsemin í sumar var meiri en áđur og hélt félagiđ útiskákmót í Dimmuborgum og stóđ fyrir vel sóttu fjöltefli á Mćrudögum á Húsavík sem heppnađist afar vel.

Áskell Örn Kárason 


Venjuleg starfsemi hófst í byrjun september međ félagsfundi. Félagiđ hefur áfram ađstöđu hjá Stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í mjög flottri og nýuppgerđir ađstöđu og efast ég um ađ nokkurt annađ skákfélag í landinu hafi flottari eđa betri ađstöđu en viđ.

Nýtt mót, Framsýnarmótiđ, var haldiđ í fyrsta skipti í haust og tóku 14 keppendur ţátt í ţví. Ţar voru tefldar 3 atskákir og 3 kappskákir. Jón, Tómas og Björn komu sérstaklega ađ sunnan til ţess ađ taka ţátt í ţví. Mótiđ var kostađ af Framsýn-stéttarfélagi sem gaf verđlaun á mótinu.
Íslandsmót skákfélaga var á sínum stađ og nýliđiđ hrađskákmót Gođans var fjölmennasta innanfélagsmót sem Gođinn hefur haldiđ til ţessa.

Framsýnarmótiđ 2010 003 

Fjáröflunarnefnd var skipuđ á árinu, enda reksturinn orđinn talsverđur hjá félaginu. Í Fjáröflunarnefnd sitja, Hermann, Sighvatur og Jón Ţorvaldsson sem er formađur hennar. Nefndinni var nokkuđ vel ágengt á árinu og tókst ađ safna styrkjum hjá hinum ýmsu fyrirtćkjum á Húsavík og á ólíklegustu stöđum á höfđaborgarsvćđinu. Okkar helstu styrktarađilar eru stéttarfélagiđ Framsýn í Ţingeyjarsýslu og fóđurvörufyrirtćkiđ Lífland í Reykjavík. Auk ţeirra styrktu Fulltingi, GPG-fiskverkun og peningastofnanir í hérađi félagiđ. Í haust tókst formanni svo ađ fá styrk frá Ţingeyjarsveit vegna skákkennslu međ Skype og samkomulag mun nást viđ Norđurţing snemma á nćsta ári vegna skákkennslu á Húsavík á nćstu árum.

Framsýnarmótiđ 2010 021 

Koma Jóns ţorvaldssonar í Gođann seint á árinu 2009 hefur virkađ eins og vítamín sprauta fyrir félagiđ og hefur hann lađađ ađra sterka skákmenn til liđs viđ félagiđ. Eins hafa félagsmenn notiđ gestrisni hans í tvígang í ađdraganda Íslandsmóts skákfélaga á árinu. Jón hefur í tvígang skipulagt stúderingakvöld heima hjá sér ţar sem félagsmenn sem búa sunnan heiđa hafa komiđ saman og var ţađ svo sent út til okkar fyrir norđan í gegnum Skype. Áframhald verđur á ţessum stúderingakvöldum á nýju ári.

Framundan hjá félaginu er heimsókn til Ţórshafnar í janúar, Skákţing Gođans í febrúar. Íslandsmótiđ í mars og síđan Hérađsmótiđ og Skákţing Norđlendinga á Siglufirđi í apríl. Einnig er ćtlunin ađ halda sérstakt páskaskákmót um páskanna.

Um ţessi áramót eru 51 skráđir félagar í Gođann sem geriđ félagiđ ađ áttunda stćrsta skákfélagi landsins. Gođinn er ţví ekki lengur lítiđ landsbyggđar skákfélag.

Stjórn skákfélagsins Gođans óskar félagsmönnum gleđilegs árs og ţakkar fyrir áriđ sem er ađ líđa og vonast til ţess ađ áriđ 2011 verđi félaginu gjöfult.

                            Hermann Ađalsteinsson formađur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taflfélag Vestmannaeyja

  Gaman ađ lesa um hversu öflugt starf ykkar er og til hamingju međ stórkostlegt ár hjá ykkur í Gođanum.

Gleđilegt ár.

Taflfélag Vestmannaeyja, 4.1.2011 kl. 16:00

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband