31.10.2010 | 15:39
Sigur hjá Jakob í 7 og 8. umferð.
Okkar maður, Jakob Sævar Sigurðsson, vann Tómas Veigar Sigurðarson í 7. umferð haustsmóts Akureyrar. Jakob vann einnig sigur á Andra Frey Björgvinssyni í frestaðri skák frá því fyrr í mótinu.
Jakob Sævar Sigurðsson.
Þegar ein umferð er eftir er Jakob Sævar í 4 sæti með 5,5 vinninga en efstu menn eru með 6 vinninga. Vinni Jakob Sævar í síðustu umferð er hann öruggur með eitt af þremur efstu sætunum í mótinu.
Staðan fyrir lokaumferðina:
Jón Kristinn Þorgeirsson 6 vinningar
Tómas Veigar Sigurðarson 6
Sigurður Arnarson 6
Jakob Sævar Sigurðsson 5½
Jóhann Óli Eiðsson 5
Mikael Jóhann Karlsson 4½
Hersteinn Bjarki Heiðarsson 3
Andri Freyr Björgvinsson 2½
Haukur H. Jónsson 1
Jón Magnússon ½
Í lokaumferðinni mætast:
Jakob Sævar Sigurðsson – Jón Magnússon
Jón Kristinn Þorgeirsson – Tómas Veigar Sigurðarson
Sigurður Arnarson – Andri Freyr Björgvinsson
Haukur H. Jónsson – Jóhann Óli Eiðsson
Hersteinn Heiðarsson – Mikael Jóhann Karlsson
Flokkur: Okkar menn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.