A-sveit Gođans taplaus á Íslandsmótinu. Liđsstjóra pistill.

Jón Ţorvaldsson liđsstjóri A-liđs Gođans skrifađi pistil um frammistöđu A-liđsins í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem er birtur hér fyrir neđan í heild sinni. Pistill frá formanni er vćntanlegur í kvöld eđa á morgun. 

Helgina 8. - 10 . okt. ţreytti A-sveit Gođans frumraun sína í 3. deild Íslandsmóts skákfélaga og stóđ sig međ sóma. Gođinn hafđi safnađ vösku liđi  enda uggđi menn ađ ţriđja deildin yrđi mun strembnari Herđubreiđ ađ klífa en sú fjórđa, sem og kom á daginn. Kapparnir Ásgeir P. Ásbjörnsson, Einar Hjalti Jensson,  Björn Ţorsteinsson og Tómas Björnsson höfđu gengiđ til liđs viđ Gođann fyrir ţessa leiktíđ en fyrir voru kempurnar Sigurđur J. Gunnarsson, Sindri Guđjónsson og Jón Ţorvaldsson, liđsstjóri.

ís 2010 009 

Ásgeir, Hermann, Hlynur, Valur, Smári, Sindri, Pétur, Rúnar, Benedikt, Jakob, Bjössi, Sigurđur, Björn, Sighvatur, Tómas, Einar og Jón gestgjafi. Svein, Snorra, Viđar og Andra vantar á myndina. 

Undirbúningur var góđur. Keppendur höfđu ćft saman um nokkurra vikna skeiđ undir öruggri stjórn ţjálfara liđsins, Einars Hjalta, fariđ yfir valdar byrjanir og eflt međ sér liđsanda undir forystu Tómasar Björnssonar. Lokahnykkur undirbúningsins var svo föstudagsdaginn 8. okt.  ţegar liđsmenn Gođans úr öllum ţremur sveitunum hittust yfir léttum málsverđi.

ís 2010 006 

Léttur kvöldverđur fyrir átökin á föstudaginn. 

Mannýgir hrútar

Ţađ var glatt á hjalla ţessa síđdegisstund en skemmtilegu samneyti lauk međ orđum formannsins, Hermanns Ađalsteinssonar, sem eggjađi menn til dáđa, gráa fyrir járnum. Í bálokin gall viđ í einum árvökulum félaganum ađ umfram allt skyldu menn vara sig á bévítis gemsunum og helst umgangast ţá eins og mannýga hrúta.  Vissast vćri  slökkva á ţeim strax, taka rafhlöđurnar úr,  geyma gemsana í bílunum og leggja a.m.k. 100 metrum frá skákstađnum. Slík vćri váin. Síst mćtti henda ađ góđri taflmennsku vćri spillt međ jarmandi gemsa sem leiddi beint til taps, viđkomandi skákmanni til hneisu og öđrum keppendum til armćđu og hugmyndateppu.

ís 2010 012 

Gođinn - Sf Vinjar í 1. umf. Einar, Björn, Tómas, Sigurđur og Sindri. 

Í fyrstu umferđ á föstudagskvöldiđ var tekist á viđ skákfélagiđ Vinjar. Ţeir kappar eru margreyndir og ólseigir en góđur sigur hafđist ađ lokum, 5 - 1, sem skaut Gođanum rakleiđis í 2. sćtiđ. Í fyrri umferđinni á laugardeginum var röđin komin ađ B sveit KR sem var ein allra sterkasta sveitin í 4. deildinni í fyrra. Eftir snarpa viđureign hafđist sigur, 4 - 2, en óvćnt tap á báđum neđstu borđum kom í veg fyrir enn stćrri sigur.

Spennan magnast

Spennan magnađist og síđari viđureign dagsins var sannkallađur stórislagur gegn hinum snjöllu og vöđvastćltu liđsmönnum Víkingasveitarinnar. Sveitirnar eru nánast hnífjafnar  í skákstigum taliđ og svo römm var viđureignin ađ brakađi í hverju borđi enda ekki viđ öđru ađ búast ţegar gođar og víkingar reyna međ sér í rammheiđnum anda.  Niđurstađan varđ 3 - 3 ţar sem jafnt var á öllum borđum nema hvađ Ásgeir lagđi sinn andstćđing á 1. borđi á afar sannfćrandi hátt en skákin á 6. borđi tapađist örugglega. Sigur Ásgeirs gegn hinum öfluga Fide meistara Davíđ Kjartanssyni var ţeim mun athyglisverđari ţar sem sá síđarnefndi sá aldrei til sólar í skákinni. Slík var snilld Ásgeirs sem fyrir ţetta mót hafđi ekki komiđ nálćgt keppnisskák í fjölda ára. Mikill fengur er fyrir íslenska skákíţrótt ađ fá Ásgeir aftur ađ reitunum hvítu og svörtu.

ÍS 2010 013 

Gođinn- Víkingaklúbburinn. Ásgeir međ hvítt gegn Davíđ Kjartanssyni.

Í lokaumferđinni á sunnudag tefldi Gođinn viđ A-sveit Garđabćjar sem var í efsta sćti fyrir umferđina, stigi á undan okkar mönnum. Líkt og í viđureigninni viđ Víkingasveitina var sennan afar hörđ og niđurstađan aftur jafntefli. Nú varđ ţađ hinn margfaldi Íslandsmeistari, Reykjavíkurmeistari og Ólympíufari Björn Ţorsteinsson sem hélt uppi heiđri Gođans međ góđum endataflssigri á hinum ágćta skákmanni Jóni Ţór Bergţórssyni en skákin á 6. borđi tapađist ţó ađ vćnlega horfđi ţar framan af.

ís 2010 025 

              Tómas Björnsson og Björn Ţorsteinsson. 

Ađ loknum fjórum umferđum eru sveit Garđbćinga og Víkingasveitin jafnar í efsta sćti međ 7 stig og en ţessar sveitir leiđa saman riddara sína í 5. umferđin í mars nk. Í 3-5. sćti eru svo B sveit Vestamannaeyinga, B sveit Akureyringa og Gođinn međ 6 stig en ţessar fimm sveitir munu greinilega berjast til ţrautar um tvö efstu sćtin sem veita rétt til keppni í 2. deild leiktíđina 2011 - 2012.

ís 2010 026 

                    Sindri Guđjónsson og Sigurđur Jón Gunnarsson.

Góđ liđsheild

Um frammistöđu einstakra liđsmanna er ţađ ađ segja ađ Ásgeir og Björn fóru á kostum, hlutu hvor um sig 3,5 vinninga af 4. Einar Hjalti  og Tómas voru líka mjög öflugir, skiluđu sveitinni 3 vinningum af 4 hvor. Jón tefldi upp á öryggiđ og gerđi jafntefli í báđum sínum skákum. Hinir snjöllu skákmenn Sigurđur Jón og Sindri voru fjarri sínu besta ađ ţessu sinni enda báđir langţreyttir eftir mikla vinnu vikurnar fyrir mótiđ. Ţađ sem öllu skiptir er ađ heildarframmistađa Gođans var mjög góđ og geta keppendur og stuđningsmenn sannarlega hlakkađ til spennandi úrslitaumferđa á nćsta ári.

ís 2010 024 

                 Einar Hjalti Jensson og Ásgeir Ásbjörnsson. 

Keppendum Gođans er ţökkuđ vasklega framganga og keppinautum Gođans ţökkum viđ drengilega keppni og skemmtileg viđkynni. Jafnframt er ástćđa er til ađ ţakka forseta Skásambands Íslands, Gunnari Björnssyni, og starfsmönnum mótsins fyrir góđa skipulagningu og ţá miklu vinnu sem ţarf til ađ hiđ fjölmenna Íslandsmót skákfélaga gangi snurđulaust fyrir sig. Ţá er sérstök ástćđa til ađ ţakka Helga Árnasyni, skólastjóra Rimaskóla, fyrir ađ leggja skákmönnum til prýđilega ađstöđu til iđkunar ţessarar merku íţróttar hugans sem nýtur vaxandi og verđskuldađrar lýđhylli.

ís 2010 041

Jón Ţorvaldsson liđsstjóri A-liđs Gođans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

Óska ykkur til hamingju međ góđan árangur, enda reyndar vart viđ öđru ađ búast. Fyrsta viđureign skákfélags Vinjar í ţriđjud deild á móti Gođanum og ţrátt fyrir ađ 1. borđs mađur okkar vćri svipađur ađ stigum og 6. borđs mađur Gođans var viđureignin býsna hörđ og fremur grátlegt fyrir okkur ađ tapa niđur ţremur jöfnum skákum í lokin. Sé fyrir mér allavega fjögur eđa fimm liđ sem berjast um efstu sćtin tvö en viđ erum ólseigir eins og ţiđ segiđ og mjökum okkur ofar, enda óvćnt forföll í liđinu í hverri umferđ ađ ţessu sinni.

kveđja úr borginni.

arnar valgeirsson, 11.10.2010 kl. 16:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband