Björn Ţorsteinsson gengur í Gođann !

Björn Ţorsteinsson(2283) er genginn til liđs viđ skákfélagiđ Gođann ! Hann gekk frá félagaskiptum úr TR í Gođann í morgun. Björn er einn af öflugustu og reyndustu skákmönnum Íslands. Björn hefur orđiđ Íslandsmeistari í skák tvisvar sinnum, árin 1967 og 1975

bjorn orsteinsson 

           Björn Ţorsteinsson. Mynd af skák.is 

Björn varđ Íslandsmeistari í hrađskák árin 1964, 1966 og 1968.
Björn varđ einnig Íslandsmeistari öldunga áriđ 2002.
 

Hann hefur margoft keppt fyrir íslands hönd á skákmótum erlendis, m.a. međ  íslenska landsliđnu sem keppti á Ólympíumótum í Búlgaríu, Júgóslavíu, Sviss og tvisvar í Ísrael. 

Međ komu Björns í Gođann styrkist A-liđ Gođans verulega fyrir átökin á Íslandsmóti skákfélaga nćsta vetur, en Björn mun tefla á fyrsta borđi í A-liđinu.  H.A.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleđilegar fréttir.

Sindri G (IP-tala skráđ) 7.5.2010 kl. 14:07

2 Smámynd: Sighvatur Karlsson

Mjög gott fyrir félagiđ, ţađ mćttu fleiri feta í fótspor hans

Sighvatur Karlsson, 7.5.2010 kl. 14:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband