Rúnar efstur á æfingu.

Rúnar Ísleifsson varð efstur á skákæfingu kvöldsins sem fram fór á Stórutjörnum í kvöld. Rúnar fékk 5 vinninga af 6 mögulegum. Hann vann 4 skákir en gerði jafntefli við Ármann og Sigurð Ægisson frá Siglufirði, sem mætti galvaskur til leiks. Tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann. 

Úrslit kvöldsins:

1.     Rúnar Ísleifsson             5 vinn af 6 mögulegum.
2-3.  Ármann Olgeirsson        4,5
2-3.  Sigurður Ægisson           4,5
4-6.  Hermann Aðalsteinsson  2
4-6.  Ketill Tryggvason             2
4-6.  Jóhann Sigurðsson          2
7.     Sigurbjörn Ásmundsson  1

Héraðsmót HSÞ í skák hefst á Laugum næsta miðvikudagskvöld kl 20:00 á Laugum, en þá verða 1-4 umferð tefld. Mótin verður síðan framhaldið á sama stað viku síðar.

Næsta skákæfing verður því ekki fyrr en 21 apríl. H.A.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband