Gallerý Skák: Jón Ţorvaldsson kom sá og sigrađi

Í gćrkvöldi var ţröng á ţingi í Gallerýinu ţar sem fram fór EftirPáskaMótiđ um SAMBÓ NammiBoltann, sem keppt var um ađ nýju ţar sem gefandinn GRK vann hann sjálfur í síđustu viku.  Ekkert var gefiđ eftir í baráttunni fyrir sćtum sigri  -nema síđur vćri - rétt eins og vanalega og mörg óvćnt úrslit litu dagsins ljós, enda orđiđ bjart frameftir kvöldi.

Jón Ţorvaldsson (til hćgri)

Jón Ţorvaldsson úr Gođum kom í heimsókn til hrista af sér sleniđ og velgja öđrum ţátttakendum undir uggum í leiđinni eftir bestu getu. Ekki verđur annađ sagt en ađ  honum hafi tekist ţađ bćrilega međ smáheppni ađ vísu, en ekki er spurt ađ vopnaviđskiptum heldur leikslokum.  Hann kom sjálfum sér á óvart međ ţví ađ vinna mótiđ međ 9.5 vinningi af 11 mögulegum, rétt á undan Jóni Ţ. Ţór sem kom nćstur međ 9 vinninga.  Gunnar Gunnarsson varđ ţriđji međ ađeins 7.5 vinninga og  hefur oft gengiđ betur.  Síđan komu nokkrir ađrir í hnapp eins og oft vill verđa raunin á ţegar allir geta unniđ alla og teflt er fyrir fegurđina.

Heilabrot eru heilsubót:  Ekki verđur međ sanni sagt ađ skákmenn sitji bara á rassinum og geri ekki neitt ţegar taflmennska er annars vegar eins og oft er haldiđ fram.   Alls voru tefldar 198 skákir ţetta kvöldiđ ađ jafnađi 50 leikir hver eđa um 10.000 leikir alls.  Ţađ er ţví deginum ljósara ađ skákiđkun er  bćđi andleg og líkamleg heilsurćkt. Ţađ reynir mikiđ á jafnt  andlegt og líkamlegt atgervi ađ úthugsa alla ţess leiki og síđan ađ hreyfa taflmennina tíu ţúsund sinnum á stuttum tíma 

Ađ venju gerđu menn sér alls konar kruđerí ađ góđu og snćddu síđan Hróa Hattar pizzur međ góđri list í taflhléi og rćddu um daginn og veginn. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband