Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2012

Dregiđ í undanúrslit í Hrađskákkeppni taflfélaga

Tvćr síđari viđureignirnar í 8 liđa úrslitum Hrađskákkeppni taflfélaga 2012 fóru fram í gćr. Garđbćingar lögđu Bridsara 42-30 og Gođar unnu Akureyringa 47-25.
 
Ţegar úrslit lágu fyrir í viđureignum kvöldsins var dregiđ 4-liđa úrslit. keppninnar. Eftirvćntingin leyndi sér ekki međal viđstaddra enda er Hrađskákkeppni taflfélaga sérlega spennandi viđburđur í íslensku skáklífi. Niđurstađan varđ ţessi:
 
Taflfélag Garđarbćjar - Gođinn
Hellir - Víkingaklúbburinn
 
Óvenju fagmannlegur blćr var yfir drćttinum enda brá hérađsdómslögmađurinn Halldór Brynjar Halldórsson sér í gervi fulltrúa sýslumanns viđ góđar undirtektir viđstaddra. Hann dró liđin úr hattinum einbeittur á svip í viđurvist annars lagaspekings, Helga Áss Grétarssonar, sem vottađi ađ drátturinn hefđi fariđ heiđarlega en ţó umfram allt siđsamlega fram.
 
Víst er ađ hart verđur barist í undanúrslitunum en stefnt er ađ ţví ađ úrslitin sjálf fari svo fram međ pompi og prakt á skákhátíđ í Laugarsalshöll 15. sept. nk.

Öruggur sigur Gođans á SA (uppfćrt)

Gođinn lagđi Skákfélag Akureyrar í 2. umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga í gćrkvöld. Akureyringar börđust hetjulega en Gođar neyttu aflsmunar og ţví fór sem fór. Lokatölur urđu 47-25 Gođum í vil sem höfđu betur í 9 umferđum af tólf en ţremur lauk međ jafntefli.
 
Hćsta vinningshlutfall Gođa hafđi Helgi Áss 83%, Ásgeir 70% og Hlíđar 67%. Sprćkastur Akureyringa var Halldór Brynjar međ 75% vinningshlutfall, Mikael Jóhann hafđi 43% og öđlingurinn Jón Ţ. Ţór 38%.
 
Árangur Gođa
 
• Helgi Áss Grétarsson                 10,0 v./12
• Ásgeir P. Ásbjörnsson                 7,0 v./10
• Hlíđar Ţór Hreinsson                   8,0 v./12
• Sigurđur Dađi Sigfússon              7,0 v./11                          
• Tómas Björnsson                        4,5 v./7
• Kristján Eđvarđsson                     6,5 v./12
• Einar Hjalti Jensson                     4,0 v./8
 
Árangur Akureyringa
 
• Halldór Brynjar Halldórsson          9,0 v./12
• Mikael Jóhann Karlsson               3,0 v./7
• Jón Ţ. Ţór                                  4,5 v./12
• Stefán Bergsson                          4,0 v./12
• Gylfi Ţórhallsson                          3,5 v./12
• Ţór Valtýsson                               1,0 v./6
• Óskar Long                                  0,0 v./11
 
Teflt var í húsakynnum Skáksambands Íslands og eru forvígismönnum SÍ ţökkuđ afnotin af ađstöđunni. Gođar ţakka međbrćđrum sínum ađ norđan drengilega viđureign og óska ţeim velfarnađar á hvítum reitum og svörtum.

Ólympíuskákmótiđ ađ hefjast.

Skáksamband Íslands sendir tvö liđ á Ólympíuskákmótiđ sem fram fer í Istanbul í Tyrklandi dagana 27. ágúst - 10. september. Bćđi er um ađ rćđa liđ í opnum flokki og svo í kvennaflokki. 

istanbul_chess_olympiadFjórir stórmeistarar eru í sveit Íslands í opnum flokki. Héđinn Steingrímsson leiđir sveitina en auk hann skipa sveitina Hannes Hlífar StefánssonHenrik DanielsenHjörvar Steinn Grétarsson, sem er ađeins 19 ára og okkar mađur, Ţröstur Ţórhallsson, Íslandsmeistari í skák.

 

 

 

Ţröstur Ţórhallsson er fyrsti félagsmađur Gođans sem tekur ţátt í Ólympískákmóti fyrir Íslands hönd.

Skákfélagiđ Gođinn óskar Ţresti Ţórhallssyni góđs gengis á mótinu.  


Ásgeir og Einar komnir međ FM-titil.

myndaalb m 1 einar hjalti

Ásgeir Páll Ásbjörnsson og Einar Hjalti Jensson eru búnir ađ fá FM-titil, (FIDE-Master) en kröfunum sem til titilhafa eru gerđar, uppfylltu ţeir nú nýlega međ ţví ađ rjúfa 2300 stiga múrinn.

 

 

 

 

IMG 0384

Ţeir bćtast ţví í hóp 5 annarra félagsmanna sem hafa unniđ til titla. Ţađ hafa Helgi Áss Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson stórmeistarar gert og Sigurđur Dađi Sigfússon, Ţröstur Árnason og Tómas Björnsson voru međ FM-titil fyrir.

 


Töfluröđ Íslandsmóts skákfélaga 2012-13

Í gćr var dregiđ um töfluröđ í fyrstu deild á Íslandsmóti skákfélaga sem hefst 5. október nk. Hellir A-sveitverđa fyrstu andstćđingar Gođans í frumraun okkar međal ţeirra bestu.
 
Fyrri hluti 5-7 október 2012

1.            Hellir - Gođinn 
2.            Gođinn - SA 
3.            TB b - Gođinn
4.            Gođinn – TR
---------------------------------------------------------------------
Seinni hlutinn mars 2012

5.            Víkingar - Gođinn
6.            Gođinn - TB a
7.            TV - Gođinn 
 
Töfluröđ 1. deild 2012-13.
 
1.            Hellir
2.            Taflfélag Bolungarvíkur b
3.            Víkingaklúbburinn
4.            Taflfélag Vestmannaeyja
5.            Skákfélag Akureyrar
6.            Taflfélag Reykjavíkur
7.            Taflfélag Bolungavíkur a
8.            Gođinn 
 
Ritstjóra er ekki kunnugt um töfluröđ í 2. deild. Eins og venjulega er ekki hćgt ađ segja til um andstćđinga í 4. deild. ţađ kemur ekki í ljós fyrr en 5. október. 

Sigur á Íslandsmeisturunum.

Nokkuđ óvćnt úrslit urđu í 1. umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga í kvöld  ţegar Gođar gengu milli bols og höfuđs á margföldum Íslandsmeisturum Bolvíkinga. Lokatölur urđu 43-29 Gođum í vil og var tónninn sleginn strax í fyrstu umferđ međ 4,5-1,5 sigri. Bolvíkingar unnu ađeins eina umferđ af tólf, ţremur lauk međ skiptum hlut en Gođar höfđu betur átta sinnum.

Gođinn   Bol 006 

Jóhann Hjartarson geng Ţresti Ţórhallssynin og Bragi Ţorfinnsson gegn Helga Áss Grétarssyni fjćr.
Einar Hjalti Jensson, Sigurđur Dađi Sigfússon, Ásgeir Ásbjörnsson og Kristján Eđvarđsson fjćst.

Helgi Áss Grétarsson var hamrammur og hjó á báđar hendur. Hann hlaut flesta vinninga Gođa, alls 10,5 og leyfđi ađeins 3 jafntefli. Ţröstur Ţórhallsson kom nćstur međ 9 vinninga og Ásgeir P. Ásbjörnsson hlaut 7,5. Flesta vinninga Bolvíkinga hlaut Jóhann Hjartarson sem tefldi af miklu öryggi og innbyrti  9,5 vinninga. Hann var taplaus eins og Helgi Áss en gerđi 5 jafntefli. Jón Viktor Gunnarsson kom nćstur í mark međ 8,5 vinninga og Bragi Ţorfinnsson uppskar 7.

Árangur Gođa

 

• Helgi Áss Grétarsson                  10,5 v. /12

• Ţröstur Ţórhallsson                     9,0 v. /12

• Ásgeir P. Ásbjörnsson                 7,5 v. /12

• Einar Hjalti Jensson                      5,5 v. /11

• Kristján Eđvarđsson                     5,5 v. /12

• Sigurđur Dađi Sigfússon               3,5 v. /10                          

• Tómas Björnsson                          1,5 v. /03

 

Árangur Bolvíkinga

 

• Jóhann Hjartarson                        9,5 v. /12

• Jón Viktor Gunnarsson               8,5 v. /12

• Bragi Ţorfinnsson                          7,0 v. /12

• Halldór Grétar Einarsson            3,0 v. /12

• Árni Á. Árnason                              0,5 v. /12

• Guđmundur M. Dađason           0,5 v. /12

 

Nokkra sterka hrađskákmenn vantađi í bćđi liđ en missir Bolvíkinga var ţó tilfinnanlegri.

 Teflt var í húsakynnum Skáksambands Íslands og eru forvígismönnum SÍ ţökkuđ afnotin af ađstöđunni. Ţá fćr Rúnar Berg sérstakar ţakkir fyrir ađ fara yfir hrađskákreglur međ keppendum í upphafi viđureignar og vera ţeim innan handar um vafaatriđi. Gođar ţakka Bolvíkingum drengilega viđureign og óska ţeim velfarnađar á hvítum reitum og svörtum.

Síđar um kvöldiđ var svo dregiđ í 8-liđa úrslit og verđa nágrannar okkar í SA nćstu andstćđingar Gođans. 

Heimasíđa mótsins


Gawain breskur meistari í skák.

Gođamađurinn Gawain Jones (2655) varđ í dag breskur meistari í skák.  Jones varđ efstur ásamt stórmeistaranum Stephen Gordon (2539) en ţeir hlutu 9 vinninga í 11 skákum en sjálfu mótinu lauk í gćr.  Ţeir tefldu úrslitaeinvígi međ atskákfyrirkomulagi í dag og ţar hafđi Gawain betur.  Dawid Howell (2620) varđ ţriđji međ 8,5 vinning en ţessir ţrír höfđu yfirburđi.

Iceland October 2011

Alls tóku 65 skákmenn ţátt í efsta flokki mótsins.  Ţar á međal voru 7 stórmeistarar.   Mótiđ nú var ţađ 99. í sögunni og aldrei áđur hefur breska meistaramótiđ fariđ fram jafn norđanlega í Englandi en mótiđ er jafnframt meistaramót Englands.

Til hamingju Gawain.

Heimasíđa Breska meistaramótsins


Rúnar Ísleifsson til liđs viđ SA.

Rúnar Ísleifsson hefur tilkynnt félagaskipti úr Gođanum í Skákfélag Akureyrar.

ís 2010 028

                                  Rúnar Ísleifsson. 

Rúnar hefur veriđ einn af máttarstólpum Gođans frá ţví ađ hann flutti ađ austan fyrir 6 árum síđan. Rúnar varđ skákmeistari Gođans í febrúar 2012 í annađ sinn, en Rúnar vann titilinn einnig áriđ 2010. Rúnar hefur einnig unniđ hin ýmsu styttri skákmót Gođans  á undanförnum árum.

Rúnar hefur veriđ fastamađur í A og B-sveitum Gođans í Íslandsmóti skákfélaga um árabil og alltaf stađiđ sig međ miklum sóma.  

Stjón Skákfélagsins Gođans óskar Rúnari góđs gengis međ Skákfélagi Akureyrar í framtíđinni. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband