Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2014

Jón Viktor og Einar Hjalti efstir fyrir lokaumferđ Skákţings Reykjavíkur

Jón Viktor Gunnarsson (2412) og Einar Hjalti Jensson (2347) eru efstir međ 7 vinninga ađ lokinni áttundu og nćstsíđustu umferđ Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í gćrkvöld. Einar gerđi jafntefli viđ Davíđ Kjartansson (2336) sem er núverandi Reykjavíkurmeistari en Jón Viktor viđ Harald Baldursson (2013). Ţeir kumpánar hafa vinnings forskot á nćstu menn og ţví langlíklegast ađ annar hvor ţeirra verđi skákmeistari Reykjavíkur 2014.

Fimm skákmenn hafa 6 vinninga og hafa ţví tölfrćđilegan möguleika á titlinum. Ţađ eru auk Davíđs ţeir Ţorvarđur F. Ólafsson (2256), Lenka Ptácníková (2245), Jón Trausti Harđarson (2003) og Oliver Aron Jóhannesson (2104).

Níunda og síđasta umferđ fer fram á sunnudag og hefst kl. 14. 

Stöđuna í mótinu má sjá hér

Pörun lokaumferđarinnar.


Hlynur, Sigurbjörn og Smári efstir á ćfingum

Hlynur Snćr Viđarsson og Sigurbjörn Ásmundsson urđu efstir og jafnir á skákćfingu sem fram fór í Árbót fyrir rúmri viku síđan. Ţeir hlutu báđir 3,5 vinninga úr sex skákum. Hermann Ađalsteinsson kom nćstur međ 3 vinninga.

Smári Sigurđsson vann alla sína andstćđinga á skákćfingu á Húsavík sl. mánudagskvöld. Smári endađi kvöldiđ međ 5 vinninga. Hermann og Hlynur komu nćstir Smára međ ţrjá vinninga hvor . Ćvar var međ 2,5 og Sigurbjörn fékk 1,5 vinninga. Umhugsunartíminn var 15 mín á mann. 


Heimir Páll sigrađi í eldri flokki og Stefán Orri í yngri flokki á ćfingu hjá GM Helli.

Heimir Páll Ragnarsson sigrađi í eldri flokki á GM-Hellisćfingu sem fram fór ţann 27. janúar sl. Heimir Páll fékk 4,5v í fimm skákum og landađi sigrinum međ jafntefli viđ Róbert Luu í síđustu umferđ og vann ţar međ sína fyrstu ćfingu á ţessum vetri. Annar varđ Óskar Víkingur Davíđsson međ 4v og ţriđji varđ Róbert Luu međ 3,5 vinninga og ţar međ í fyrst sinn í verđlaunasćti í eldri flokknum á ćfingunum. 

Stefán Orri Davíđsson sigrađi međ fullu húsi 5v í fimm skákum í yngri flokki. Stefán Orri fer ţví eins og jojo milli eldri og yngri flokks ţessa dagana. Annar varđ Brynjar Haraldsson međ 4v og 13 stig og ţriđji var Egill Úlfarsson međ 4v og 12 stig.

Eftirtaldir tóku ţátt í ćfingunni: Heimir Páll Ragnarsson, Óskar Víkingur Davíđsson, Róbert Luu, Jón Otti Sigurjónsson, Axel Óli Sigurjónsson,Birgir Ívarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Alec Elías Sigurđarson, Oddur Ţór Unnsteinsson, Freyja Dögg Deleon, David Deleon, Sindri Snćr Kristófersson, Baltasar Máni Wedholm, Stefán Orri Davíđsson, Brynjar Haraldsson, Egill Úlfarsson, Adam Omarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon, Ţórđur Hólm Hálfdánarson, Arnar Jónsson, Birgir Logi Steinţórsson, Sćvar Breki Snorrason, Alexander Már Bjarnţórsson, Ívar Andri Hannesson, Aron Kristinn Jónsson og Gabríel Sćr Bjarnţórsson

Nćsta ćfing í Mjóddinni verđur svo mánudaginn 27. janúar og hefst kl. 17.15. Ţessi ćfing er fyrir félagsmenn í Skákfélaginu GM Helli ţar sem unniđ verđur í verkefnahópum ađ mismunandi ćfingum ásamt ţví ađ tefla. Ćfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengiđ inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á ţriđju hćđ.


Óskar og Baltasar efstir á ćfingu

Óskar Víkingur Davíđsson sigrađi međ fullu húsi 5v í fimm skákum í eldri flokki á GM-Hellisćfingu sem fram fór ţann 20. janúar sl. í Mjóddinni. Annar varđ Birgir Ívarsson međ 4v og síđan voru Halldór Atli Kristjánsson og Róbert Luu međ 3 en halldór Atli var sjónarmun á undan og hreppti ţriđja sćtiđ. 

Baltasar Máni Wedholm og Brynjar Haraldsson voru efstir og jafnir međ 5v í yngri flokki en Baltasar Máni var hćrri á stigum og hlaut hann fyrsta sćtiđ og Brynjar annađ sćtiđ. Baltasar fćr ţví ađ spreyta sig í eldri flokki á nćstu ćfingu. Egill Úlfarsson og Ţórđur Hólm Hálfdánarson komu nćstir međ 4v en Egill var hćrri á stigum og hreppti ţriđja sćtiđ.

Eftirtaldir tóku ţátt í ćfingunni: Óskar Víkingur Davíđsson, Birgir Ívarsson, Halldór Atli Kristjánsson, Róbert Luu, Sindri Snćr Kristófersson, Stefán Orri Davíđsson, Axel Óli Sigurjónsson, Alec Elías Sigurđarson, Oddur Ţór Unnsteinsson, Jón Otti Sigurjónsson, Baltasar Máni Wedholm, Brynjar Haraldsson, Egill Úlfarsson, Ţórđur Hólm Hálfdánarson, Ívar Andri Hannesson, Adam Omarsson, Arnar Jónsson, Birgir Logi Steinţórsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Sćvar Breki Snorrason.

Nćsta ćfing í Mjóddinni verđur svo mánudaginn 27. janúar og hefst kl. 17.15. Ćfingarnar eru haldnar í Álfabakka 14a í Mjóddinni, gengiđ inn á milli Subway og Föken Júlíu og salurinn er á ţriđju hćđ.


Sundlaugarskáksett vígt í sundlaug Húsavíkur á Íslenska skákdeginum

Nýtt sundlaugarskáksett var vígt í sundlaug Húsavíkur á Íslenska skákdeginum í dag. Ţađ voru ţeir Smári Sigurđsson og Svavar Pálsson félagsmenn GM-Hellis á norđursvćđi, sem tefldu fyrstu skákina í einum af heitapottum sundlaugarinnar á Húsavík.

Sundskak 

             Smári og Svavar tefla í heitapottinum. 

Skák ţeirra Smára og Svavars lauk međ jafntefli og nýttu ađrir sundlaugargestir sér ţađ í dag ađ taka nokkrar köflóttar ţegar skák ţeirra lauk. Sundlaugarskáksettiđ verđur gestum sundlaugarinnar til frjálsra afnota héđan í frá.  Hafţór Hreiđarsson tók međfylgjandi myndir.

Sundskak Svavar 

          Svavar Pálsson sýslumađur Ţingeyinga.

Sundskak Smari 

Smári Sigurđsson margfaldur meistari GM-Hellis á norđursvćđi. 


Bragi og Björgvin efstir á Nóa Síríus mótinu

Alţjóđlegu meistararnir Bragi Ţorfinnsson (2454) og Björgvin Jónsson (2340) eru efstir međ fullt hús ađ lokinni ţriđju umferđ Nóa Síríus-mótsins - Gestamóts GM Hellis og Breiđabliks sem fram fór í kvöld í Stúkunni í Kópavogi. Bragi vann Guđmund Gíslason (2316) en Björgvin hafđi betur gegn Halldóri Grétari Einarssyni (2190) í maraţonskák. Ţorsteinn Ţorsteinsson (2243) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi stórmeistarann Ţröst Ţórhallsson (2445) í hörkuskák.Björgvin og Halldór í mjög ţungum ţönkum

Átta skákmenn hafa 2˝ vinning og ljóst ađ allt getur gerst á mótinu.

Sem fyrr var töluvert um óvćnt úrslit. Ţröstur Árnason (2267) heldur áfram ađ gera góđa hluti og gerđi jafntefli viđ Dag Arngrímsson (2381) en í annarri umferđ vann hann Karl Ţorsteins. Björgvin S. Guđmundsson (1914) gerđi jafntefli viđ Lenku Ptácníková (2245) og Vignir Vatnar Stefánsson Hallgerđur, Elsa og Vignir(1800) sýndi hvers hann er megnugur í endatöflum međ sigri gegn Baldri A. Kristinssyni (2181).

Nćsta umferđ

Fjórđa umferđ mótsins fer fram nk. fimmtudagskvöld. Ţá mćtast međal annars: Bragi-Björgvin, Elvar-Stefán, Davíđ-Jón Viktor, Ţröstur Á-Björn og Ţorsteinn-Dagur A.

  

 


Stelpućfingar GM Hellis í Mjóddinni byrja miđvikudaginn 22. janúar nk.

img_5292Skákfélagiđ GM Hellir byrjar međ sérstakar stúlknaćfingar miđvikudaginn 22. janúar 2014. Tafliđ byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagiđ ţannig á ćfingunum verđa 5 eđa 6 umferđir međ umhugsunartíma 10 eđa 7 mínútur. Einnig verđur fariđ í dćmi og endatöfl eins og tími vinnst til. Ćfingarnar eru opnar öllum  stelpum15 ára og yngri en ef ástćđa er til verđur skipt í tvo flokka eftir aldri og styrkleika á sumum ćfingum. Engin ţátttökugjöld.

Ćfingarnar verđa haldnar í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er viđ hliđina á Subway en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins. Umsjón međ ćfingunum hafa Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.


Mörg óvćnt úrslit í 2. umferđ Nóa Síríus mótsins

Baráttuandi, fingurbrjótar og snilldartilţrif settu svip sinn á 2. umferđ Nóa Síríus mótsins sem fór fram í gćr í hinum ađlađandi vistarverum á Kópavogsvelli. Keppendur skerptu einbeitinguna og leikgleđina međ ljúfmeti frá Nóa Síríusi og óvćnt úrslit létu ekki á sér standa. Ţannig sigrađi Ţröstur Árnason (2267) alţjóđlega meistarann Karl Ţorsteins (2452), hinn glađbeitti formađur Skákdeildar Breiđabliks, Halldór Grétar Einarsson (2190),  knésetti Sigurđ Dađa Sigfússon (2328) og Dagur Ragnarsson (2073) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi Davíđ R. Ólafsson (2316) eftir miklar kúvendingar. Síđast en ekki síst vakti athygli ađ hinn bráđefnilegi Kristófer Ómarsson(1756) náđi ađ leggja kappann unga Nökkva Sverrisson  (2081) ađ velli.   

IMG 9675b

Sigurđur  P. Steindórsson (2240) og Ţröstur Ţórhallssson, stórmeistari, (2445) skildu jafnir og stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2245), hélt upp á afmćli sitt međ skiptum hlut viđ alţjóđlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2412). Fleiri konur voru í essinu sínu ţetta kvöld ţví ađ ţrefaldur Norđurlandameistari kvenna,  Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2052), sigrađi Hafnfirđinginn geđţekka FM Benedikt Jónasson (2256) og háskólastúdínan Hallgerđur Ţorsteinsdóttir (1955) sneri á söngvarann og sjentilmanninn Sćberg Sigurđsson (2153).

Birkir Karl Sigurđsson (1742), hélt jöfnu viđ Hrannar Arnarson (2111) og prófessor Snorri Ţór Sigurđsson (1808) beitti vísindalegri sundurgreiningu til ađ halda skiptum hlut gegn Sverri Erni Björnssyni (2010). Vignir Vatnar Stefánsson (1800) tók hraustlega á móti Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2161) og skildu ţeir jafnir. Kristján Halldórsson (1811) mćtti grjótharđur til leiks og gerđi jafnt viđ Arnald Loftsson (2107). Sama varđ uppi á teningnum í skák Páls Andrasonar (1767) og Olivers Arons  Jóhannessonar (2105) og í viđureign Andra Steins Hilmarssonar  (1631) viđ víkingakappann hrikalega Gunnar Frey Rúnarsson (2058) sem mun vera sterkasti skákmađur heims, pund fyrir pund. 

Bćta mannbroddar árangur?

Ađvara ţurfti keppendur fyrir umferđina vegna mikillar hálku á bílaplaninu viđ leikvanginn og voru ţeir hvattir til ţess ađ setja mannbrodda undir skóna. Sú öryggiskennd sem mannbroddar veita virđist hafa yfirfćrslugildi fyrir taflmenskuna ţví ađ enginn ţeirra keppenda sem vćddust mannbroddum tapađi skák ţetta kvöld! Fiskisagan flýgur og hafa margir á orđi ţađ ţeir komi á mannbroddum í nćstu umferđ hvort sem hált verđur eđa fćrđin sem á sumardegi. Vert er ađ benda ţeim, sem veigra sér viđ ađ setja mannbrodda undir blankskó, á ađ einnig má mannbroddavćđa bomsur, stigvél, strigaskó, flókaskó og klossa svo ađ eitthvađ sé nefnt – og jafnvel sauđskinnsskó eins og Hermann, formađur GM Hellis og fjárbóndi, vill sérstaklega minna á.

Stálin stinn í 3. umferđ

Ţriđja umferđ  Nóa Siríus mótsins fer fram fimmtudaginn 23. janúar. Ţá leiđa m.a. saman hesta sína Stefán Kristjánsson og Davíđ Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Bragi Ţorfinnsson, Dagur Arngrímsson og Ţröstur Árnason og Björgin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson en allir ţessir skákmenn hafa fullt hús eftir tvćr fyrstu umferđirnar.

 


Óskar Víkingur - pistill frá EM

Óskar Víkingur Davíđsson fór ásamt sjö öđrum keppendum á Evrópumótiđ í skák í október síđastliđnum. Hann hefur teflt međ taflfélaginu Helli frá ţví ađ hann hóf taflmennsku fyrir tveimur árum, og teflir nú undir merkjum sameinađs félags, GM Hellis.

Óskar Víkingur var yngsti keppandinn sem keppti fyrir Íslands hönd en hann tefldi í opnum flokki undir 8 ára. Einstakar skákir og niđurstöđur allra flokka má finna á heimasíđu mótsins: http://budva2013.org, en Óskar bloggađi einnig á međan á mótinu stóđ á síđunni: http://oskarvikingur.blogspot.com/

****

Viđ ferđuđumst til Svartfjallalands međ flugi í gegnum London til Dubrovnik í Króatíu. Síđan fórum viđ međ rútu til Budva í Svartfjallalandi, sem er lítill strandbćr viđ Adríahaf. Viđ vorum átta keppendur, en hópurinn var 17 manns í heildina, og ţar af voru ţjálfararnir okkar tveir, Hjörvar Steinn og Helgi skákstađurÓlafsson. Viđ komum á hóteliđ okkar um klukkan hálf eitt um nóttu. Svo fórum viđ ađ tefla daginn eftir. Eldri hóparnir kepptu í íţróttahúsi, en viđ Vignir kepptum í barnaskóla og byrjuđum okkar umferđir klukkan fjögur. Ađstćđur á skákstađ voru ekki góđar, klósettin voru ömurleg og ţađ var rosa ţröngt. Áhorfendur máttu ekki koma inn í skáksal hjá okkur, ekki einu sinni ţjálfarar. Í íţróttahúsinu voru áhorfendapallar, en ţar voru líka fullt af ţjálfarum og foreldrum ađ reyna ađ svindla, og gefa keppendum merki, svo ađ ţađ er kannski bara eins gott ađ hafa alla úti. Hjá okkur var heldur engin ađstađa til ađ bíđa úti, svo ađ mamma mín og pabbi hans Vignis ţurftu ađ bíđa úti á malbikuđu plani, en stundum var komiđ myrkur ţegar viđ vorum búnir međ skákirnar.

 

Óskar og VignirHóteliđ var hins vegar mjög fínt, ţađ voru góđar sundlaugar og stutt ađ labba niđur á strönd. Reyndar var ekkert internet í herberginu okkar, en viđ komumst oft á netiđ í móttökunni á hótelinu. Maturinn var alveg fínn stundum en ekki alltaf. Svo var rosa rigning suma dagana, en ţađ var bara allt í lagi.

 

Í fyrstu umferđinni mćtti ég strák frá Austurríki og vann hann. Ţađ var gott ađ vinna fyrstu umferđina svo ađ mađur fái sjálfstraust. Svo vann ég líka umferđ númer tvö, en ţá keppti ég viđ strák frá Georgíu. Í ţriđju umferđ var ég eiginlega međ unniđ, tapađi ţví niđur í jafntefli og svo var ég ekki sáttur viđ ţađ og reyndi ađ vinna og gerđi mistök sem ađ endađi međ ţví ađ ég tapađi skákinni. Ég hefđi átt ađ fara í jafntefli og var međ smá móral eftir skákina í marga daga á eftir. Svo tapađi ég á móti frekar lélegum strák frá Ţýskalandi í fjórđu umferđ og ágćtum Búlgara í fimmtu umferđ. Í sjöttu umferđ náđi ég jafntefli á móti Austurríkismanni og var mjög sáttur viđ ţađ ţví ég eiginlega byrjađi á ađ tapa manni. Svo keppti ég viđ tvo Rússa í röđ, vann annan auđveldlega og tapađi fyrir hinum, og endađi á ađ vinna léttan Ísraela. Ţannig ađ ég endađi međ 4,5 vinninga úr 9 umferđum, sem er helmings vinningshlutfall. Ég var ekkert rosa sáttur viđ ţađ ţví ađ ég veit ađ ég get gert betur, en ţetta var líka bara ágćtt svona á fyrsta stórmótinu mínu í útlöndum.

ÓskarMörg löndin senda bara einn eđa tvo keppendur í yngsta flokknum, og hin norđurlöndin, England og Írland sendu t.d. enga í yngstu flokkunum. Ég held ađ ţađ sé dálítiđ sniđugt ađ byrja í undir 8 ára ţví ađ ţá fćr mađur keppnisreynslu, sérstaklega fyrir okkur Íslendinga ţví ađ ţađ er dýrt fyrir okkur ađ fara á alţjóđleg mót svo ađ viđ höfum stundum ekki eins mikla keppnisreynslu og hinir sem ađ búa í miđri Evrópu. Ţannig ađ ţađ er frábćrt ađ fara í stćrri hóp saman og fá ađ keppa viđ ţessa sterkustu á okkar aldri. Mér fannst hinir keppendurnir í mínum flokki alveg ágćtir, eiginlega betri en ég hélt ađ ţeir vćru. Ţeir tefldu líka ađeins öđruvísi en ég var vanur, stundum var ég búinn ađ skođa ţá en ţeir notuđu margar ólíkar opnanir og komu á óvart. Svo er dálítiđ erfitt ađ undirbúa sig undir skákir ţví ađ margir eru ekki komnir međ skákstig og mađur finnur ekki gamlar skákir međ ţeim.

Um mitt mótiđ var heill frídagur. Viđ nýttum hann í ađ slappa af og viđ Verónika og Mikki fórum líka í bátsferđ. Viđ sigldum einmitt framhjá Sveti Stefan ţar sem annađ einvígi Fischer og Spassky fór fram akkúrat fyrir 21 ári síđan. Úrslitin voru ţau ađ Bobby vann međ tíu vinninga, fimm töp og 15 jafntefli.  Síđan var Bobby Fischer eftirlýstur af Bandaríkjunum fyrir ađ brjóta verslunarbann viđ Júgóslavíu og ađ lokum endađi ţessi mikli skákkappi á Íslandi. Ţví miđur missti ég af ţví ađ hitta hann ţví hann dó áriđ 2008 og ţá var ég bara ţriggja ára.

Kastali2 

Sumir keppendanna eru ađ ţjálfa rosalega mikiđ, eru í sérstökum skákskólum og margir eru međ sérţjálfara međ sér. Tyrkirnir verđa kannski sterkir á nćstu árum, en austantjaldsţjóđirnar röđuđu sér í efstu sćtin, strákur frá Aserbaijan sigrađi og annar ţađan var í ţriđja sćti. Svo var rosa sterkur Rússi í öđru sćti, Hvítrússi í fjórđa og Tyrki í ţví fimmta. Ţessir ţrír efstu á Evrópumótinu röđuđu sér líka í sćti 2-4 á heimsmeistaramótinu sem er nú nýbúiđ, en ţá kom Indverji inn í fyrsta sćti. Ţessir gaurar eru međ um 1800 skákstig. Ţessir bestu eru svo komnir upp í 1900-2000 elo stig í undir 10 ára flokki og međ 2200 í undir 12 ára flokki. Ţannig ađ ţađ má ekkert slaka á til ađ missa ekki af öllu.  Rússarnir voru  međ fimmtán keppendur bara í flokknum mínum, undir 8 ára, sem er nćstum tvöfaldur sá fjöldi sem viđ Íslendingar sendum til ađ keppa í öllum flokkum! Ţeir senda líka sterkustu 7 ára gaurana, til ađ ćfa ţá svo ađ ţeir geti unniđ flokkinn ţegar ţeir eru ári eldri.

 Ég lćrđi alveg fullt af mótinu, ţađ var mjög góđ reynsla ađ fá tćkifćri til ađ keppa á svona stóru móti og ég segi takk fyrir viđ alla ţá sem styrktu mig fyrir ferđina og líka viđ ţjálfarana, sem kenndu mér mikiđ, bćđi á mótinu og fyrir ţađ. Svo var ég líka búinn ađ lćra mikiđ áđur af hinum ţjálfurunum mínum, ţeim Vigfúsi, Birni Ívari og Davíđ Ólafs svo ađ ég segi líka takk viđ ţá! Hinir keppendurnir í landsliđinu voru líka frábćrir, allir stóđu saman og voru svo hvetjandi og ţađ var frábćrt ađ vera hluti af íslenska ungmennalandsliđinu í skák.

 


Örn Leó sigrađi á hrađkvöldi

Örn Leó Jóhannsson sigrađi á hrađkvöldi  GM Hellis sem fram fór 13.  janúar. Örn Leó fékk 8 vinninga af níu mögulegum. Vignir Vatnar Stefánsson og Elsa María Kristínardóttir voru svo jöfn međ 7,5v en Vignir Vatnar var hćrri á stigum í ţriđja stigaútreikningi og hlaut annađ sćtiđ en Elsa María ţađ ţriđja. Örn Leó dró svo Hjálmar Sigurvaldason í lok hrađkvöldsins og fengu ţeir báđir gjafamiđa á Saffran.

Nú verđur gert smá hlé á ţessum skákkvöldum en nćst viđburđur í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a verđur mánudaginn 3. febrúar kl. 20 og ţá verđur einnig hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

RöđNafnVinn.TB1TB2TB3
1Örn Leó Jóhannsson 8292322,5
2Vignir Vatnar Stefánsson 7,5302322,3
3Elsa María Kristínardóttir 7,5302319,3
4Vigfús Vigfússon 6312411
5Jón Úlfljótsson5322511,3
6Gunnar Nikulásson 433264,75
7Ingibergsson Gunnar 3,534273
8Björgvin Kristbergsson 2,535282
9Hjálmar Sigurvaldason 136290


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband