Ţröstur, Lenka, Hallgerđur, Jóhanna og Elsa valin í ólympíuliđ Íslands

Liđsstjórar beggja ólympíuliđa Íslands hafa tilkynnt liđsval sitt til stjórnar SÍ og landsliđsnefndar. Liđiđ velja ţeir í samrćmi viđ 15. gr. skáklaga SÍ. Í Ólympíuliđ Íslands á Ólympíuskákmótinu í Tromsö 1.-15. ágúst nk. hafa veriđ valdir eftirtaldir:

Opinn flokkur:

  1. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2540)
  2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2545)
  3. IM Guđmundur Kjartansson (2434)
  4. GM Ţröstur Ţórhallsson (2425)
  5. GM Helgi Ólafsson (2555)

Liđsstjóri og landsliđsţjálfari er Jon L. Árnason.

Kvennaflokkur:

  1. WGM Lenka Ptácníková (2264)
  2. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1982)
  3. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1930)
  4. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1856)
  5. Elsa María Kristínardóttir (1830)

Helmingur allra ólympíufaranna eru félagsmenn í skákfélaginu Huginn.

Liđsstjóri og landliđsţjálfari er Ingvar Ţór Jóhanesson.   (skák.is)



Lenka Íslandsmeistari kvenna - Sigurđur Dađi vann áskorendaflokkinn

Lenka Ptácnikóvá varđ í dag Íslandsmeistari kvenna. Hún stóđ sig frábćrlega í áskorendaflokki og endađi ţar í öđru sćti. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir varđ í öđru sćti á Íslandsmóti kvenna og Tinna Kristín Finnbogadóttir ţriđja. Sigurđur Dađi Sigfússon vann sigur í áskorendaflokki međ 7,5 vinninga af 9 mögulegum, Lenka varđ önnur međ 7 vinninga og Davíđ Kjartansson varđ ţriđji međ 6,5 vinninga. Lenka og Sigurđur Dađi hafa tryggt sér keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári. Magnús Teitsson, sem leiddi mótiđ framan af, gaf eftir á lokasprettinum og varđ í 6. sćti međ 6 vinninga líkt og Kristján Eđvarđsson og Sćvar Bjarnason. Sjá lokastöđuna í áskorendaflokki. 

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson er Íslandsmeistari í skák 2014 og tryggđi Guđmundur sér sinn annan stórmeistaraáfanga međ sigrinum. Árangur Guđmundar kemur verulega á óvart - enda var hann ađeins sjöundi í stigaröđ tíu keppenda. Héđinn Steingrímsson og Hannes Hlífar Stefánsson urđu í 2.-3. sćti vinningi á eftir Guđmundi. Ţröstur Ţórhallsson varđ fjórđi međ 5 vinninga, Helgi Áss Grétarsson sjöundi međ 4 vinninga og Einar Hjalti Jensson áttundi međ 3,5 vinninga. Lokastöđuna má sjá hér


Bloggfćrslur 1. júní 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband