Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Laugardagur, 12. júní 2010
Skákmyndband 2# Hvítur á leik og vinnur !
Hér á hvítur leik og þrátt fyrir það að eiga einungis tvö peð gegn drottingu svarts, þá á hvítur að vinna ef hann leikur rétt !
Laugardagur, 12. júní 2010
Skákkennslu myndband.
Hér er prufu myndband.
Skákkennsluvideó | Breytt s.d. kl. 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. júní 2010
Skák við Sighvat á Gameknot.
Þessa skák vorum við Sighvatur Karlsson að klára á Gameknot í dag. (12 júní) Ég stýrði hvítu mönnunum og tefldi Evans-gambít, sem ég geri venjulega fái ég til þess færi.
Eins og oft áður gafst hann vel og þrengdi ég smá saman að svörtum. skákin endað svo með snyrtilegu máti í 37. leik.
Ég gaf Sighvati færi á að taka hrók, sem hann og gerði. Það leiddi til óverjandi máts í tveimur leikjum.
Sjá hér fyrir neðan.
| hermanna - globalviking (PGN) 1. e4 e5 2. Nf3 Nc6 3. Bc4 Bc5 4. b4 Bxb4 5. c3 Ba5 6. d4 d6 7. d5 Nce7 8. Bg5 Bb6 9. Na3 f6 10. Bd2 c6 11. O-O cxd5 12. exd5 Qc7 13. Nb5 Qd7 14. a4 a6 15. Na3 Ba7 16. Qb3 Ng6 17. Rfe1 Ng8e7 18. a5 O-O 19. Bd3 Nf4 20. Bxf4 exf4 21. Re4 g5 22. Rae1 Rf7 23. c4 f5 24. Re4e2 g4 25. Ng5 g3 26. Kh1 Rg7 27. Ne6 Rg4 28. h3 Rh4 29. fxg3 fxg3 30. Ng5 Ng6 31. Re8+ Kg7 32. Ne6+ Kh6 33. Qb2 Ne5 34. Qd2+ f4 35. Nxf4 Qxe8 36. Ne6+ Kh5 37. Ng7# 1-0 |
Skákir af Gameknot | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. júní 2010
Dagur Kjartansson.
Þessa skák tefldi ég við Dag Kjartansson, sem á þeim tíma var ungur og mjög efnilegur.(og er enn). Hann var á mikilli uppleið og ekki var laust við að ég hefði áhyggjur af þessari skák fyrirfram.
Ekki byrjaði ég skákina vel því í 15. leik lék ég hræðilega af mér....Ég drap riddarann með röngu peði ! Ég átti að sjálfsögðu að drepa með h peðinu. Skil ekki enn af hverju ég valdi vitlaust peð....Skrifast þessi leikur á fljótfærni. Seinna í skákinni var það einmitt fljótfærni sem kom í veg fyrir sigur minn í skákinni.
Dagur var snöggur til og setti gaffal á drottninguna mína og hrók. Ég varð að láta hrókinn og var kominn skiptamun undir. Ekki leit þetta vel út. Dagur þrengdi smá saman að mér og allt leit út fyrir tap, þar til í 31 leik, en þá ákvað ég að prófa að skáka honum og sjá til hvernig hann myndi bregðast við.
Mér til mikillar furðu lék hann ekki drottningunni fyrir skákina eins og ég hefði gert, heldur lék hann kóngnum undan ! Aftur skákaði ég og aftur lék hann kóngum sínum undan í stað þess að leika sinni drottningu fyrir. Þá sá ég sæng mína útbreidda ! Ég sá fyrir mér mátstef í 4 leikjum.
Dagur hugsaði sig lengi um við hvern leik og var örugglega að hugsa um að gefa skákina, en gerði það samt ekki. Ég var aftur á móti fullur sjálfstraust og beið þess sem verða vildi. Dagur lék ónákvæmt í 35.leik. Betra hefði verið að leika Kg5 !
Þegar hann lék kóngum sínum undan skákinni í síðasta sinn, á g5, hugsaði ég ekki. Ég lék 36. leik nánast samstundis og skellti drottningunni á h5 reitinn og hélt að hann væri mát ! Þá áttaði ég mig á mistökunum ! Það voru hrikaleg ! Hann var ekki mát. Kóngurinn slapp út úr prísundinni á f4 og sigurmöguleikar mínir voru úr sögunni. Það eina sem ég þurfti að gera var að leika drottningunni á h6! í stað h5. Á h6 var hann mát !!
Þessi skák kenndi manni mikilvæga lexíu. Alltaf að hugsa áður en maður leikur.
| Kjartansson, Dagur - Adalsteinsson, Hermann (PGN) 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Nc3 Nf6 4. Bg5 Be7 5. Nf3 Nc6 6. e3 a6 7. a3 O-O 8. c5 b6 9. b4 Bb7 10. Rb1 b5 11. Bd3 Ng4 12. Bxe7 Nxe7 13. Ng5 Nf6 14. O-O Ng6 15. Bxg6 fxg6 16. Nxe6 Qe7 17. Nxf8 Rxf8 18. Re1 Bc8 19. Rb2 c6 20. f3 h5 21. e4 dxe4 22. Nxe4 Nd5 23. Nc3 Nxc3 24. Qb3+ Qf7 25. Qxc3 Kh7 26. Rbe2 Qf6 27. Re8 Rxe8 28. Rxe8 Qf5 29. Qe3 Bd7 30. Re7 Bc8 31. Qe5 Qb1+ 32. Kf2 Qa2+ 33. Kg3 h4+ 34. Kxh4 Qf2+ 35. g3 Qxh2+ 36. Kg5 Qh5+ 37. Kf4 Qxe5+ 38. Rxe5 1-0 |
Gamlar skákir | Breytt 12.6.2010 kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)