Skákstúderingakvöld með Skype.

Miðvikudagskvöldið 29 september verður sérstakt skákstúderingakvöld, á vegum Skákfélagsins Goðans, haldið í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26 á Húsavík.

skype

Skákstúderingarnar hefjast kl 20:30 og verða þær í umsjá Einars Hjalta Jenssonar, sem verður staddur í Hafnarfirði ásamt öðrum félagsmönnum Goðans, sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Skákstúderingarnar fara fram í gegnum SKYPE og verður þeim varpað upp á tjald með skjávarpa á Húsavík.

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna á þessar stúderingar og notfæra sér þessa flottu tækni sem Skype er. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband