Dagur Kjartansson.

Ţessa skák tefldi ég viđ Dag Kjartansson, sem á ţeim tíma var ungur og mjög efnilegur.(og er enn). Hann var á mikilli uppleiđ og ekki var laust viđ ađ ég hefđi áhyggjur af ţessari skák fyrirfram.

Ekki byrjađi ég skákina vel ţví í 15. leik lék ég hrćđilega af mér....Ég drap riddarann međ röngu peđi ! Ég átti ađ sjálfsögđu ađ drepa međ h peđinu. Skil ekki enn af hverju ég valdi vitlaust peđ....Skrifast ţessi leikur á fljótfćrni. Seinna í skákinni var ţađ einmitt fljótfćrni sem kom í veg fyrir sigur minn í skákinni. 

Dagur var snöggur til og setti gaffal á drottninguna mína og hrók. Ég varđ ađ láta hrókinn og var kominn skiptamun undir. Ekki leit ţetta vel út. Dagur ţrengdi smá saman ađ mér og allt leit út fyrir tap, ţar til í 31 leik, en ţá ákvađ ég ađ prófa ađ skáka honum og sjá til hvernig hann myndi bregđast viđ.
Mér til mikillar furđu lék hann ekki drottningunni fyrir skákina eins og ég hefđi gert, heldur lék hann kóngnum undan ! Aftur skákađi ég og aftur lék hann kóngum sínum undan í stađ ţess ađ leika sinni drottningu fyrir. Ţá sá ég sćng mína útbreidda ! Ég sá fyrir mér mátstef í 4 leikjum.
 
Dagur hugsađi sig lengi um viđ hvern leik og var örugglega ađ hugsa um ađ gefa skákina, en gerđi ţađ samt ekki. Ég var aftur á móti fullur sjálfstraust og beiđ ţess sem verđa vildi. Dagur lék ónákvćmt í 35.leik. Betra hefđi veriđ ađ leika Kg5 !

Ţegar hann lék kóngum sínum undan skákinni í síđasta sinn, á g5, hugsađi ég ekki. Ég lék 36. leik nánast samstundis og skellti drottningunni á h5 reitinn og hélt ađ hann vćri mát !  Ţá áttađi ég mig á mistökunum ! Ţađ voru hrikaleg ! Hann var ekki mát. Kóngurinn slapp út úr prísundinni á f4 og sigurmöguleikar mínir voru úr sögunni. Ţađ eina sem ég ţurfti ađ gera var ađ leika drottningunni á h6! í stađ h5. Á h6 var hann mát !! 

Ţessi skák kenndi manni mikilvćga lexíu. Alltaf ađ hugsa áđur en mađur leikur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband