Nóa Siríus mótiđ 2014 hafiđ

Nóa Siríus mótiđ 2014 (Gestamót GM Hellis og Breiđabliks) hófst í kvöld. Keppendur eru 67 talsins og er mótiđ vel mannađ međ 22 alţjóđlegum titilhöfum. Međal keppenda eru stórmeistarararnir Ţröstur Ţórhallsson og Stefán Kristjánsson en sá síđarnefndi sigrađi einmitt Gestamótinu í fyrra.

IMG 9694b

Orri Hlöđversson leikur fyrsta leiknum fyrir Stefán Kristjánsson stórmeistara. 

IMG 9702b 

Kristján Geir Gunnarsson markađsstjóri Nóa-Síríus lék fyrsta leiknum fyrir Sverri Örn Björnsson gegn Ţresti Ţórhallssyni stórmeistara. 

 

Mótiđ er samstarfsverkefni GM Hellis og Skákdeildar Breiđabliks og haldiđ í hinum vistlegu húsakynnum undir stúku Kópavogsvallar. Eins og nafniđ bendir til er bakhjarl mótsins Nói Siríus sem leggur til verđlaun mótsins og laumar auk ţess ađ keppendum gómsćtum molum til ađ skerpa einbeitinguna.

 

Viđ setningu mótsins ţakkađi Jón Ţorvaldsson keppendum góđar undirtektir og bauđ gesti velkomna. Orri Hlöđversson,  formađur Breiđabliks, lýsti velţóknun sinni á kröftugu starfi skákdeildar Breiđabliks undir forystu Halldórs G. Einarssonar og lauk lofsorđi á glćsilegt mót. Orri og Kristján Geir Gunnarsson, markađsstjóri Nóa-Siríus, léku síđan fyrsta leikinn á tveimur efstu borđum og ţótti Kristjáni Geir miđur ađ fá ekki ađ ráđa ţví hverju hvítur lék. Var honum bođiđ sćti í mótinu ađ ári ásamt skákţjálfun í sárabćtur!

IMG 9676b

Ţađ hefur komiđ forvígismönnum mótsins á óvart hve vel ţađ hefur mćlst fyrir međal skákmanna og hve fjölsótt ţađ er. Engin snilld býr ţar ađ baki heldur hefur einfaldega veriđ hlustađ á óskir skákmanna og reynt ađ verđa viđ ţeim eftir bestu getu.

 

Ljóst er ađ mikill meirihluti skákmanna kýs ađ tefla ađeins einu sinni í viku og er mótiđ sniđiđ ađ ţeim óskum. Jafnframt er alltaf parađ fyrir nćstu umferđ morguninn eftir hverja umferđ. Ţá geta keppendur notiđ ţess ađ undirbúa sig af kostgćfni og enda liggur fyrir ađ sumir keppendanna hafa jafn gaman af undirbúningnum og ađ tefla sjálfa skákina.

IMG 9718b

Vert er ađ taka fram ađ sem fyrr var sérstök áhersla lögđ á ađ lađa til mótsins skákmenn sem hafa veriđ lengi frá keppni á kappskákmótum, jafnvel áratugum saman. Ţar má nefna kappa á borđ viđ Elvar Guđmundsson, Davíđ Ólafsson, Ţráin Vigfússon, Magnús Teitsson, Sćberg Sigurđsson, Hrannar Arnarson og Arnald Loftsson.

 

Undirbúningsnefnd mótsins skipa:

Andrea Margrét Gunnarsdóttir

Einar Hjalti Jensson

Halldór Grétar Einarsson

Jón Ţorvaldsson

Steinţór Baldursson

Vigfús Vigfússon. 

 

Sitthvađ var um óvćnt úrslit í fyrstu umferđ. Ögmundur Kristinsson (2014) vann Andra Áss Grétarsson (2325). Gunnar Björnsson (2073) gerđi jafntefli viđ Einar Hjalta Jensson (2347), Örn Leó Jóhannsson (1955) viđ Davíđ Ólafsson (2316) og Vignir Vatnar Stefánsson viđ Halldór Brynjar Halldórsson (2233).

Úrslit í 1. umferđ. 

Önnur umferđ fer fram 16. janúar. Ţá mćtast m.a. Björn Ívar - Stefán Kr., Bragi - Ţráinn, Ţröstur Á - Karl, Ţröstur Ţ - Sigurđur Páll og Lenka - Jón Viktor.

Pörun 2. umferđar

Nćsta umferđ fer fram 16. janúar.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband