Leita í fréttum mbl.is

Áramótapistill formanns.

Áriđ 2011 hefur veriđ skákfélaginu Gođanum gjöfullt. A-sveitin vann sig upp í 2. deild í mars og nú ţegar fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga er lokiđ er stađan A-sveitarinnar í 2. deild mjög vćnleg og nánast öruggt ađ Gođinn tefli fram liđi í 1. deild keppnistímabiliđ 2012-13 í fyrsta skipti í sögu félagsins. B-sveitinni mistókst ađ komast upp úr 4. deildinni í mars sl. eftir frekar óvćnt tap í lokaumferđinni. Stađa B-sveitarinnar er vćnleg fyrir seinni hlutann, en B-liđiđ er í 4. sćti og ţarf ađ ná 3. sćtinu til ţess ađ fara upp í 3. deild. ţađ skal takast á Selfossi í mars 2012. 

ÍS okt 2011 004

                 Sigurđur Dađi Sigfússon leiddi A-sveitina í október.

Enn fjölgađi félagsmönnum á árinu en nú um áramót eru 55 skákmenn skráir í félagiđ. Engin skákmađur yfirgaf félagiđ á árinu, en einn af stofnendum Gođans, Jóhann Sigurđsson, lést í janúar.

Eftirtaldir gengu til liđs viđ Gođann á árinu.

Sigurđur Dađi Sigfússon
Hlíđar Ţór Hreinsson
Stephen Jablon      (USA)
Sigurgeir Stefánsson
Arnar Grant

Gríđarlegur liđstyrkur var í ţeim Sigurđi Dađa og Hlíđari Ţór og leiddi Sigurđur Dađi A-sveitina í deildarkeppninni á fyrsta borđi í október. Hlíđar kom inn í A-sveitina og styrkti hana mikiđ. A-liđiđ er nú orđiđ ţađ sterkt ađ hćgt er ađ stilla upp liđi ţar sem enginn er undir 2200 stigum. Stephen er fyrsti erlendi skákmađurinn sem gengur til liđs viđ Gođann. Hann tefldi í B-liđinu. Nokkrar deilur urđu í kringum hans félagsskipti í haust, en ađ lokum úrskurđađi mótsstjórn Íslandsmóts skákfélaga hann löglegan međ Gođanum eftir ţó nokkuđ ţras. Arnar og Sigurgeir gengu til liđs viđ Gođan nú á haustdögum en hafa ekki teflt í deildarkeppninni enn sem komiđ er.

Fćreyingar 005

Hér er formađur búinn ađ smala landsliđi Fćreyinga inn í helli í Dimmuborgum sl. sumar.

Mótahald var međ miklum blóma á árinu, ţví auk hefđbundinna móta hélt Gođinn nokkuđ fjölmennt sumarskákmót í Vaglaskógi ţar sem nágrannar okkar frá SA fjölmenntu. Landskeppni viđ Fćreyinga var svo haldin í ágúst á Húsavík, en ţar var fyrri umferđin tefld. Ţrír skákmenn frá Gođanum tefldu fyrir Íslands hönd í keppninni. Fyrr um daginn var fariđ međ Fćreyinganna í skođunarferđ í Mývatnssveit og svo bauđ Gođinn öllum upp á kjötsúpuveislu á Húsavík.

640 framtidarmotid 12

                   Einar Hjalti Jensson á Framsýnarmótinu í október.

Framsýnarmótiđ var haldiđ í október og mćttu 18 keppendur til leiks og ţar af 5 frá nágrönnum okkar í SA. Mótiđ heppnađist í alla stađi vel en Sigurđur Dađi Sigfússon stóđ ađ lokum uppi sem sigurvegari. Einar Hjalti Jensson kom tvisvar til Húsavíkur á árinu. Í fyrra skiptiđ tók hann félagsmenn í almennar stúderingar í júlí mánuđi, en í september heimsókninni var skipulögđ sérstök skákhelgi ţar sem félagsmenn gátu pantađ einkatíma og svo var bođiđ upp á hópstúderingu bćđi kvöldin. Ţetta heppanđist afar vel og voru félagsmenn ánćgđir međ heimsóknir Einars Hjalta.

JON OR~1

                          Jón ţorvaldsson.

Jón Ţorvaldsson hefur veriđ iđinn viđ kolann í suđvestur-gođorđi Gođans og eru heimbođ hans orđin víđfrćg í Íslenskum skákheimi. Ţar hittast félagsmenn Gođans sem búa á suđvestur-horninu og stúdera saman og skemmta sér um leiđ. Engum blöđum er um ađ fletta ađ ţetta tiltćki Jóns hefur skilađ sér í auknum áhuga félagsmanna og er ţegar farin ađ skila sér líka viđ skákborđiđ.
Eins eru kvöldverđarbođ Jón og Helgu í Suđurvangi orđin ađ föstum liđ í upphafi íslandsmóts skákfélaga bćđi fyrir fyrri og seinni hlutann. ţar hittast allir ţeir skákmenn sem tefla í Íslandsmóti skákfélaga fyrir Gođans og borđa saman kvöldverđ, treysta liđsandann og undirbúa átökin fyrir deildarkeppnina.

Framsýnarmóiđ 2011 006

                        Smári Sigurđsson.

Stefnt er ađ ţví ađ koma saman á einhverjum veitingastađ á Selfossi laugardaginn 3. mars nk og borđa saman fyrir síđustu umferđina. Ţá getum viđ vonandi haldiđ upp á sćti í 1. deild og vonandi fagnađ sćti fyrir B-liđiđ í 3. deild !

Ţađ er alveg ljóst ađ ţađ er vel hćgt ađ halda saman skákfélagi ţó svo ađ ţađ hafi í raun tvćr starfsstöđvar međ hátt í 600 kílómetra millibili. Međ tölvutćkninni, góđri skipulagningu og sterkum félagslegum tengslum er ţetta minna mál en margur heldur.

Ađ lokum vil ég ţakka öllum félagsmönnum fyrir eftirminnilegt ár og óska ţeim öllum farsćldar á nýju ári.

Hermann Ađalsteinsson formađur skákfélagsins Gođans.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Taflfélag Vestmannaeyja

Til hamingju Gođamenn međ gott ár.

Taflfélag Vestmannaeyja, 31.12.2011 kl. 17:44

2 identicon

Ég ţakka formanni fyrir góđan áramótapistil um leiđ og ég óska honum og félagsmönnum Gođans gleđilegs nýs árs.

Sighvatur Karlsson (IP-tala skráđ) 1.1.2012 kl. 17:22

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Huginn

Skákfélagið Huginn
Skákfélagið Huginn
Stćrst og sterkast

Fólk

Ernir

641.is

Styrktarađilar Hugans

Styrktarađilar Hugans

Styrktarađilar Hugans

Styrktarađilar Hugans

  • ÍTR
    itr_logo_rgb_72pt_1222397.jpg

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband