Leita í fréttum mbl.is

Ađ loknu Framsýnarmóti.

Framsýnarmótiđ er sprottiđ upp úr samstarfi skákfélagsins Gođans og Framsýnar-stéttarfélags á Húsavík. Mótiđ var haldiđ í fyrsta skipti í fyrra haust og heppnađist ţađ vel. Um helgina heppnađist mótiđ ekki síđur vel og var mćtingin heldur betri í ár, ţví 18 keppendur frá ţremur skákfélögum tóku ţátt og eđilega flestir úr Gođanum. Sigurđur Arnarson kom međ fjóra unga og efnilega keppendur međ sér frá Akureyri. Einnig mćtti Sigurđur Ćgisson frá Siglufirđi sem veriđ hefur tíđur gestur á skákmótum hjá Gođanum ađ undanförnu.

Framsýnarmóiđ 2011 001

Andri Freyr gerđi jafntefli viđ Sigurđ Dađa í dag.
Sigurđur Arnarson, mentor Andra, fylgist spenntur međ

Andri Freyr Björgvinsson SA tefldi viđ Sigurđ Dađa Sigfússon í loka umferđinni í dag og knúđi fram jafntefli međ afar góđri taflmennsku. 

Framsýnarmótiđ 2011 008

Smári Sigurđsson tefldi viđ Sigurđ Dađa Sigfússon í gćr.

Sigurđur Dađi Sigfússon vann fyrstu 6 skákirnar í mótinu og mátti ţví viđ jafntefli í lokaumferđinni. Allir andstćđingar hans gerđu sitt best gegn honum og stóđu lengi vel í stigahćsta manni mótssins, en Andri Freyr var sá eini sem uppskar eitthvađ gegn Sigurđi.

640 framtidarmotid 12

Einar Hjalti Jensson í ţungum ţönkum. Mynd: Hafţór Hreiđarsson 640.is

Einar Hjalti Jensson, nćst stigahćsti mađur mótsins, varđ í öđru sćti og tapađi ađeins gegn Sigurđi Dađa. Einar tefldi viđ Jakob Sćvar í lokaumferđinni og vann eftir spennandi endatafl ţar sem báđir vöktu upp drottningar. Einar var ţó peđi yfir og ţađ dugđi til sigurs.

Framsýnarmóiđ 2011 006

Smári Sigurđsson gerđi jafntefli viđ Jón Kristinn í dag. Smári fylgdi ţar međ eftir góđum árangri í deildarkeppninni um daginn međ ţví ađ verđa í ţriđja sćti í mótinu. Smári tapađi fyrir Einari og Sigurđi Dađa en vann ađrar skákir.

Framsýnarmóiđ 2011 003

Jón Kristinn Ţorgeirsson (tv) er ungur ađ árum og gríđarlegt efni.

Jón Kristinn Ţorgeirsson varđ í fjórđa sćti, jafn Smára ađ vinningum en lćgri á stigum. Hann líkt og Smári tapađi fyrir efstu mönnum, en vann rest.

Framsýnarmótiđ 2011 006

Prestaslagur. Sighvatur Karlsson  "sóknar-prestur" gegn Sigurđi Ćgissyni "sóknar-presti".

Eftirfarandi vísa var samin af Sigurđi Ćgissyni snemma í skákinni:

                                 sitja og ţenkja sérar tveir
                                 og sálin í fordćming herđist
                                 biskupa drápu báđir ţeir
                                 og brostu á međan ţađ gerđist

Framsýnarmótiđ 2011 005

Árni Garđar Helgason tók ţátt í sínu fyrsta alvöru skákmóti og náđi ágćtum árangri. Hann fékk 2,5 vinninga í mótinu og var ađ tefla sínar fyrstu kappskákir á ferlinum.

Framsýnarmótiđ 2011 007

Stephen Jablon (USA) skellti sér norđur til ađ taka ţátt í mótinu.

Framsýnarmótiđ hefur ţá sérstöđu ađ ekkert ţátttökugjald er í mótiđ. Öll verđlaun vinna keppendur sér til eigna. Félagsmenn Gođans úr suđvestur-gođorđi Gođans mćta til leiks til ađ styrkja böndin og gera mótiđ sterkara og meira ađlađandi fyrir skámenn úr nágrenninu. Einungis skákţing Norđlendinga er sterkara mót en Framsýnarmótiđ núorđiđ og Gođinn tekur stefnuna á ţađ ađ gera Framsýnarmótiđ enn ţá stćrra og sterkar á komandi árum.

Hermann Ađalsteinsson.

Frétt mbl.is af mótinu: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/10/30/sigurdur_dadi_sigradi/

Hér má skođa myndir sem Hafţór Hreiđarsson fréttaritari mbl.is tók á mótinu í dag:
http://www.640.is/is/myndir/http-www.640.is-is-moya-gallery-image-new-framsynarm


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju međ vel heppnađ mót, Hermann og félagar!

Ţađ kom ekki á óvart ađ snillingarnir Dađi og Einar Hjalti yrđu í efstu sćtum en ţađ var virkilega gaman ađ sjá Smára tryggja sér 3. sćtiđ. Vel af sér vikiđ, Smári og til hamingju! Ţá vakti framganga ungu Akureyringanna efnilegu sérstaka athygli.

Síđast en ekki síst er vert ađ lofa afar haglega gerđa vísu Sigurđar Ćgissonar. Ţađ er orđiđ fátítt ađ menn kunni ađ fara rétt međ ljóđstafi, hvađ ţá ađ yrkja gagnyrt. Vonandi ađ Sigurđur gerist hirđskáld Framsýnarmótsins um ókomna framtíđ.

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 31.10.2011 kl. 08:17

2 identicon

Ţótt att vćri undir rós

og kvöddu menn sína sauđi

sá sóknarprestur vart ljós

í sínu heima brauđi

Sighvatur Karlsson (IP-tala skráđ) 1.11.2011 kl. 16:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Huginn

Skákfélagið Huginn
Skákfélagið Huginn
Stćrst og sterkast

Fólk

Ernir

641.is

Styrktarađilar Hugans

Styrktarađilar Hugans

Styrktarađilar Hugans

Styrktarađilar Hugans

  • ÍTR
    itr_logo_rgb_72pt_1222397.jpg

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband