Bloggfćrslur mánađarins, október 2010

Góđ byrjun hjá Gođanum.

Skáksveitir Gođans byrjuđu vel á Íslandsmóti skákfélaga sem hófst í gćrkvöldi. A-sveit Gođans vann A-sveit Vinjar 5-1. Ásgeir, Einar Hjalti, Tómas, Björn og Sindri unnu sínar skákir, en Sigurđur Jón tapađi.

B-sveitin vann sigur á Fjölni-D 5,5-0,5. Pétur, Rúnar, Jakob, Smári og Benedikt Ţorri unnu sína andstćđinga og Sveinn gerđi jafntefli.

C-sveitin gerđi 3-3 jafntefli viđ E-sveit TR, ţar sem Valur, Sighvatur og Hermann unnu sínar skákir, en Sigurbjörn, Snorri og Hlynur töpuđu.

Ekki er ljóst hverjir andstćđingar skáksveita Gođans verđa í 2. umferđ.


Íslandsmót skákfélaga hefst á morgun.

Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti, hefst kl 20:00 annađ kvöld í Rimaskóla í Reykjavík.
Eins og kunnugt er teflir Gođinn fram ţremur liđum í fyrsta skipti í sögu félagsins. 

A-liđiđ teflir í 3. deild og er A-liđiđ geysi sterkt ađ ţessu sinni. Góđir möguleikar eru á ţví ađ A-liđiđ vinni sig upp í 2. deild í vor.

B-liđiđ er einnig nokkuđ sterkt og ćtti ţađ ađ vera í toppbaráttunni í 3. deild.
Ţess má til gamans geta ađ ritstjóri skák.is, Gunnar Björnsson, spáir A-liđinu öđru sćti í 3. deild og ţar međ farseđilinn upp í 2. deild. Sömuleiđis spáir Gunnar B-liđinu öđru sćti í 4. deild og ţar međ farseđilinn upp í 3. deild ađ ári.

C-liđi er teflt fram í fyrsta skipti, enda hefur fjölgađ mikiđ í félaginu síđustu mánuđi og ţví mögulegt ađ stilla upp ţremur liđum. Ekki er búist viđ ţví ađ C-liđiđ blandi sér í toppbaráttuna í 4. deild.

Enn fjölgar ţátttökuliđum í Íslandsmóti skákfélaga, en 26 liđ eru skráđ til leiks í 4. deild og ţađ ţrátt fyrr ađ fjölgađ hafi veriđ í 3. deild um 8 liđ frá ţví í fyrra.
Ef ekki hefđi komiđ til fjölgunar í 3. deild í vor hefđu 34 liđ veriđ í 4. deildinni í ár.

Íslandsmótiđ er komiđ inn á chess-results. Ţegar ţetta er skrifađ er ekki búiđ ađ para í 4. deild.

3. deildin. http://chess-results.com/tnr38867.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000

4. deildin. http://chess-results.com/tnr38868.aspx?art=0&lan=1&m=-1&wi=1000


Sigur hjá Jakob

Jakob Sćvar Sigurđsson  vann Herstein Heiđarsson í 4. umferđ haustmóts SA sem fram fór í gćrkvöldi. Jakob er í 4-5 sćti međ 2,5 vinninga.

Nú verđur gert stutt hlé á mótinu vegna Íslandsmóts skákfélaga, en 5. umferđ verđur tefld ađ viku liđinni. Ţá mćtir Jakob Mikael J Karlssyni međ hvítu mönnunum.

Sjá skákina hér: http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1103067/


Sigur hjá Jakob í dag.

Jakob Sćvar Sigurđsson  vann Hauk Jónsson í 3. umferđ Haustmóts SA sem fram fór í dag.  Jakob er međ 1,5 vinninga í 6. sćti.

Jakob Sćvar Sigurđsson 

                          Jakob Sćvar Sigurđsson.

4. umferđ verđur tefld á ţriđjudagskvöld. Ţá hefur Jakob svart gegn Hersteini Heiđarssyni.

Skođa skák Jakobs hér:
http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1102002/   


Gođinn - Skákfélag Vinjar í 1. umferđ.

A-liđ Gođans  mćtir Skákfélaginu Vinjar í 1. umferđ Íslandsmóts Skákfélaga sem hefst 8. október nk. í Rimaskóla í Reykjavík. Dregiđ var um töfluröđ í gćr.

Viđureignir 1. umferđar:

TV – c   -  Víkingaklúbburinn – a
TR – c   -  TB – c
SA - b   -    KR – b
Hellir – c  -   TG – a
Gođinn – a  -  Sf. Vinjar
Hellir – d   -   TG – b
Haukar – c  -  TV – b
SA – c   -   SR – b
Töfluröđ 3. deildar.
1. Víkingaklúbburinn – a
2. TR – c
3. KR – b
4. Hellir – c
5. Sf. Vinjar
6. Hellir – d
7. TV – b
8. SA – c
9. TV – c
10. TB – c
11. SA - b
12. TG – a
13. Gođinn – a
14. TG – b
15. Haukar – c
16. SR – b

Búast má viđ drćtti í 4. deild 7. eđa 8. október.

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband