Áramótapistill formanns.

Áriđ 2009 hefur veriđ sérstaklega gott fyrir skákfélagiđ Gođann. Ótrúleg fjölgun félagsmanna og gott gengi í Íslandsmóti skákfélaga, sem nú er hálfnađ, stendur ţar uppúr. A sveit Gođans á nú í fyrsta skipti raunhćfa möguleika á ţví, ađ vinna sig upp í 3. deild á nćsta ári.

005

Smári Sigurđsson og Rúnar Ísleifsson. Tveir af lykilmönnum Gođans.

Alls hafa gengiđ 7 skákmenn til liđs viđ félagiđ á árinu og stendur koma ţeirra Erlings Ţorsteinssonar, Sindra Guđjónssonar, Sigurjóns Benediktssonar og Jóns Ţorvaldssonar uppúr. Erlingur, Jón og Sindri koma til međ ađ skipa 3 efstu borđin í A-sveit Gođans 5-6 mars nk. ţegar seinni hluti Íslandsmóts skákfélaga verđur í Reykjavík.
Ţess má til gamans geta ađ fjölgunin í félaginu hefur veriđ slík ađ fyrir tveimur árum var enginn, sem nú skipar A-sveitina, í félaginu, nema Jakob Sćvar. Fjölgunin hefur líka skilađ mönnum sem í dag skipa B-sveitina. 
Annađ sem vert er ađ minnast á er ađ í haust gátu 6 virkir skákmenn ekki veriđ međ í Íslandsmóti Skákfélaga 2009-10, sem tóku ţátt í íslandsmóti skákfélaga 2008-9. Ágćtar líkur er ţví á ađ Gođinn tefli fram 3 skáksveitum í Íslandsmótiđ 2010-11.

036
                       "Ţetta var nú ekki falleg skák !"
Sighvatur Karlsson og Sigurjón Benediktsson. Ţessi mynd fór víđa, ma. inn á mbl.is.
                             Skákmynd ársins ?

Félagsstarfiđ hefur gengiđ vel og félagiđ hefur haldiđ ćfingar og skákmót samkv. áćtlun.
Nýtt mót, haustmótiđ, var haldiđ í fyrsta skipti í haust og tóku 12 keppendur ţátt í ţví. Ţar voru tefldar 3 atskákir og 4 kappskákir á einni helgi og virđist ţađ form henta mjög vel á helgarmóti.
Skákţing Gođans verđur vćntanlega haldiđ međ sama sniđi og haustmótiđ.

014
Tveir af eldri kynslóđ Gođans. Heimir Bessason og Ármann Olgeirsson.

15. mín mótiđ var haldiđ í október og hrađskákmótiđ milli jóla og nýárs, samkv. venju. 
Skákćfingar eru einnig samkv. venju á miđvikudagskvöldum til skiptis á Húsavík og í Ţingeyjarsveit.

040 
               Hlynur Snćr Viđarsson.  Einn af yngri kynslóđ Gođans.

Framundan hjá félaginu er keppni viđ SAUST á Egilsstöđum í janúar, Skákţing Gođans í febrúar. Íslandsmótiđ í mars og síđan Hérađsmótiđ og Skákţing Norđlendinga í apríl.

Skákţing Norđlendinga verđur stćrsta skákmót sem Gođinn hefur haldiđ, gangi allar áćtlanir eftir. Líklegt er ađ 30-50 keppendur taki ţátt í mótinu. 
Nú ţegar er skipulagning vel á veg kominn og ţegar búiđ ađ semja um mótsstađ og gistingu fyrir keppendur sem koma lengra ađ, á hagstćđum kjörum.  Eftir miđjan janúar kemur svo í ljós hve há peningaverđlaun verđa í bođi fyrir sigurvegaranna á mótinu, en líkur standa til ađ ţau verđi í veglegri kantinum.

Hér má sjá allar upplýsingar um Skákţing Norđlendinga 2010 
http://www.godinn.blog.is/blog/godinn/entry/983547/

Ađ lokum vil ég minna félagsmenn á ađ einhverjir eiga eftir ađ fá sérmerkta Gođa-boli og síđan geta félagsmenn keypt sér fána međ merki félagsins.

Stjórn skákfélagsins Gođans óskar félagsmönnum gleđilegs árs og ţakkar fyrir áriđ sem er ađ líđa og vonast til ţess ađ áriđ 2010 verđi félaginu gjöfult.

                            Hermann Ađalsteinsson formađur.

 

Myndir: Hafţór Hreiđarsson. 640.is


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband