Mörg óvćnt úrslit í 2. umferđ Nóa Síríus mótsins

Baráttuandi, fingurbrjótar og snilldartilţrif settu svip sinn á 2. umferđ Nóa Síríus mótsins sem fór fram í gćr í hinum ađlađandi vistarverum á Kópavogsvelli. Keppendur skerptu einbeitinguna og leikgleđina međ ljúfmeti frá Nóa Síríusi og óvćnt úrslit létu ekki á sér standa. Ţannig sigrađi Ţröstur Árnason (2267) alţjóđlega meistarann Karl Ţorsteins (2452), hinn glađbeitti formađur Skákdeildar Breiđabliks, Halldór Grétar Einarsson (2190),  knésetti Sigurđ Dađa Sigfússon (2328) og Dagur Ragnarsson (2073) gerđi sér lítiđ fyrir og lagđi Davíđ R. Ólafsson (2316) eftir miklar kúvendingar. Síđast en ekki síst vakti athygli ađ hinn bráđefnilegi Kristófer Ómarsson(1756) náđi ađ leggja kappann unga Nökkva Sverrisson  (2081) ađ velli.   

IMG 9675b

Sigurđur  P. Steindórsson (2240) og Ţröstur Ţórhallssson, stórmeistari, (2445) skildu jafnir og stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková (2245), hélt upp á afmćli sitt međ skiptum hlut viđ alţjóđlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2412). Fleiri konur voru í essinu sínu ţetta kvöld ţví ađ ţrefaldur Norđurlandameistari kvenna,  Guđlaug Ţorsteinsdóttir (2052), sigrađi Hafnfirđinginn geđţekka FM Benedikt Jónasson (2256) og háskólastúdínan Hallgerđur Ţorsteinsdóttir (1955) sneri á söngvarann og sjentilmanninn Sćberg Sigurđsson (2153).

Birkir Karl Sigurđsson (1742), hélt jöfnu viđ Hrannar Arnarson (2111) og prófessor Snorri Ţór Sigurđsson (1808) beitti vísindalegri sundurgreiningu til ađ halda skiptum hlut gegn Sverri Erni Björnssyni (2010). Vignir Vatnar Stefánsson (1800) tók hraustlega á móti Magnúsi Pálma Örnólfssyni (2161) og skildu ţeir jafnir. Kristján Halldórsson (1811) mćtti grjótharđur til leiks og gerđi jafnt viđ Arnald Loftsson (2107). Sama varđ uppi á teningnum í skák Páls Andrasonar (1767) og Olivers Arons  Jóhannessonar (2105) og í viđureign Andra Steins Hilmarssonar  (1631) viđ víkingakappann hrikalega Gunnar Frey Rúnarsson (2058) sem mun vera sterkasti skákmađur heims, pund fyrir pund. 

Bćta mannbroddar árangur?

Ađvara ţurfti keppendur fyrir umferđina vegna mikillar hálku á bílaplaninu viđ leikvanginn og voru ţeir hvattir til ţess ađ setja mannbrodda undir skóna. Sú öryggiskennd sem mannbroddar veita virđist hafa yfirfćrslugildi fyrir taflmenskuna ţví ađ enginn ţeirra keppenda sem vćddust mannbroddum tapađi skák ţetta kvöld! Fiskisagan flýgur og hafa margir á orđi ţađ ţeir komi á mannbroddum í nćstu umferđ hvort sem hált verđur eđa fćrđin sem á sumardegi. Vert er ađ benda ţeim, sem veigra sér viđ ađ setja mannbrodda undir blankskó, á ađ einnig má mannbroddavćđa bomsur, stigvél, strigaskó, flókaskó og klossa svo ađ eitthvađ sé nefnt – og jafnvel sauđskinnsskó eins og Hermann, formađur GM Hellis og fjárbóndi, vill sérstaklega minna á.

Stálin stinn í 3. umferđ

Ţriđja umferđ  Nóa Siríus mótsins fer fram fimmtudaginn 23. janúar. Ţá leiđa m.a. saman hesta sína Stefán Kristjánsson og Davíđ Kjartansson, Guđmundur Gíslason og Bragi Ţorfinnsson, Dagur Arngrímsson og Ţröstur Árnason og Björgin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson en allir ţessir skákmenn hafa fullt hús eftir tvćr fyrstu umferđirnar.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband