Vel heppnađ skemmtikvöld Gođans

Liđsmenn Gođans og velunnarar á höfuđborgarsvćđinu komu saman til léttrar ćfingar á miđvikudagskvöld ţar sem áherslan var sem fyrr á góđan félagsskap, góđar veitingar og góđa taflmennsku. Skemmtikvöldiđ hófst međ ţví ađ Kristján Eđvarđsson hélt vandađan og áhugaverđan fyrirlestur um strategíska hugsun í byrjunum og svarađi fimlega skarplegum athugasemdum félaga sinna.

reykjav k open day 2 dsc 0558
                    Kristján Eđvarđsson í Reykjavík Open.

Ađ afloknu veitingahléi var efnt til hrađskákmóts ţar sem 10  öflugir  skákmenn tókust á. Ađ ţessu sinni vann Einar Hjalti Jensson glćstan sigur, hlaut 8,5 vinninga af 9 mögulegum og leyfđi ađeins jafntefli gegn Ásgeiri P. Ásbjörnssyni sem varđ annar. Í  3.-4. sćti urđu Jón Ţorvaldsson og Sigurđur Dađi Sigfússon en Tómas Björnsson hafnađi í 5. sćti. Vígmóđir en vel saddir héldu keppendur síđan út í vornóttina, stađráđnir í ţví ađ eflast enn frekar á hvítum reitum og svörtum.
Jón Ţ. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband