Einar Hjalti fer á kostum.

Einar Hjalti Jensson (2227) hefur reynst Gođanum drjúgur liđsmađur síđan hann  gekk til liđs viđ félagiđ haustiđ 2010. Strax í öndverđu var ljóst ađ mikill fengur vćri í svo öflugum keppnismanni. Síđar kom á daginn ađ hćfileikar hans nýttust félaginu á fleiri vegu.  

IMG 0771

 Einar Hjalti Jensson í essinu sínu ađ uppfrćđa félagana.

Einar Hjalti hefur lag á ađ hrífa félaga sína međ sér í krafti jákvćđni og félagsţroska. Sú lyndiseinkunn fellur vel ađ ţingeyskri hugmyndafrćđi Hermanns formanns og félaga sem leggja áherslu á glađvćrđ og skemmtilegt samneyti. Ţađ á alltaf ađ vera gaman í Gođanum -   ţar gildir einu hvort menn eru ađ spjalla saman í mesta bróđerni eđa berast á banaspjót á vígvelli skákborđsins. 

Einar er ennfremur afar vel ađ sér í skákfrćđunum og býr ţar m.a. ađ ţeirri uppfrćđslu  er hann hlaut í Skákskóla Íslands sem einn af efnilegustu unglingum landsins. Hann hefur stađiđ ađ vandađri byrjankennslu á skemmtikvöldum Gođans sunnan heiđa og hafa sumar kennslustundir hans meira ađ segja veriđ sendir félögunum norđan heiđa í gegnum Skype. Fyrir skömmu hélt Einar áhugavert erindi um undirbúning og sálfrćđi skáklistarinnar og sama kvöld hélt Ásgeir P. Ásbjörnsson fróđlegan fyrirlestur um skák á Internetinu, en hann á hugmyndina ađ ţemakvöldum.

IMG 0769

Björn Ţorsteinsson og Ásgeir P Ásgeirsson fylgjast međ.

Einar Hjalti hefur gjarnan ađstođađ einstaka félaga sína í Gođanum viđ byrjanaval og sitthvađ fleira. Ţannig var undirrituđum t.d. akkur í ábendingum og hvatningu Einars á nýafstöđnu öđlingamóti. Vonandi nćr Einar ađ skjótast norđur í Ţingeyjarsýslu međ haustinu og halda ţar fróđleg og hvetjandi erindi um leynda dóma skáklistarinnar.

Ég vil ađ endingu óska Einari Hjalta til hamingju međ mjög góđan árangur á stigamóti Hellis ţar sem hann hafnađi í 1.-3. sćti. Viđ Gođamenn vonumst til ađ njóta félagsskapar ţessa geđţekka vígamanns um langa framtíđ.

Jón Ţorvaldsson.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband