Akhressir öđlingar - pistill um Öđlingamótiđ 2011.

Hiđ árlega Öđlingamót TR er ekki síst merkilegt fyrir ţćr sakir hve marga síđţroska kolbíta ţađ dregur úr öskustónni og teygir ađ taflborđinu. Hér er ađ sjálfsögđu átt viđ ţá mćtu skákunnendur sem halda sig löngum til hlés, lítt virkir eđa óvirkir međ öllu, en líta á  mót ţetta sem gagnveg til uppvakningar, jafnvel uppljómunar á hvítum reitum og svörtum. Öđlingamótiđ hefur ţann stóra kost ađ ađeins er teflt einu sinni í viku, ţannig ađ ţeir sem njörvađir eru niđur viđ dagleg störf hafa svigrúm til ađ taka ţátt.

JON OR~1 

                             Jón Ţorvaldsson.

Skákmenn leyna á sér 

Nýafstađiđ Öđlingamót, sem reyndar var 20 ára afmćlismót ţessa árlega viđburđar, hafđi flest til ađ bera sem prýđa má skemmtileg skákmót. Ţátttaka var góđ, fjörutíu sprćkir skákmenn, margir hverjir afar öflugir, en ađrir ekki síđur skeinuhćttir sjálfum sér en andstćđingnum, tókust á af snerpu. Ţó ađ hart vćri barist er skemmtilegt samneyti, spjall og spaug snar ţáttur í vinsćldum mótsins. Skákmenn eru nefnilega miklu viđrćđusleipari og spaugsamari en margur hyggur ţegar ţeir hrista af sér stríđshaminn og trans einbeitingar ađ skák lokinni.  

Baneitruđ framrás og seigdrepandi sóknarţungi

Svo skemmtilega vildi til ađ fjórir fulltrúar Gođans tóku ţátt ađ ţessu sinni: Björn Ţorsteinsson, tvöfaldur Íslandsmeistari, Siglfirđingarnir knáu, Páll Ágúst Jónsson og Sigurđur Jón Gunnarsson, og undirrituđur. Allir stóđu vel fyrir sínu og hćkka á stigum, ekki síst Páll Ágúst sem var taplaus fram í síđustu umferđ. Af einstökum viđureignum okkar manna má nefna sigurskák Björns Ţorsteinssonar gegn Jóhanni Ragnarssyni ţar sem vel tímasett framrás peđa í miđtafli reyndist baneitruđ; jafntefli Páls Ágústs gegn Braga Halldórssyni ţar sem Páll varđist seigdrepandi sóknarţunga Braga međ líkamlegu ţoli,  útsjónarsemi og ćđruleysi; og síđast en ekki síst öruggt jafntefli Sigurđar Jóns međ svörtu gegn Halldóri Pálssyni sem stóđ sig afar vel í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2011. Keppinautar undirritađs um efsta sćtiđ í lokin, Ţorsteinn Ţorsteinsson og Kristján Guđmundsson, gáfu fá fćri á sér enda báđir moldsterkir og hafa marga fjöruna sopiđ međ gyđjunni Caissu. Ţorsteini óskum viđ til hamingju međ sigurinn.  

Gjöf til Ólafs frá Gođanum

Mótsstjórn var í öruggum höndum skákstjórans geđţekka, Ólafs Ásgrímssonar, sem jafnframt er hugmyndasmiđur viđburđar ţessa. Í tilefni 20 ára afmćlis mótsins fćrđi Gođinn Ólafi veglega krćsingakörfu ađ gjöf, sem Birna, kona hans tók viđ fyrir hönd eiginmanns síns í veikindum hans. Voru Ólafi fćrđar bestu ţakkir fyrir fórnfýsi, alúđ og mikilvćgt framlag til íslenskrar skákmenningar og tóku keppendur á lokakvöldi móstins heilshugar undir góđar kveđjur til Ólafs međ ósk um skjótan bata.

Öđlingamótin verđi tvö á ári

Vert er ađ ţakka forvígismönnum Taflfélags Reykjavíkur fyrir ađ ljá mótinu góđa umgjörđ í vistlegum salarkynnum sínum. Kristján Guđmundsson stakk upp á ţví viđ verđlaunaafhendingu mótsins ađ Öđlingamótin yrđu framvegis tvö á ári enda vćri ljóst af sívaxandi ţátttöku ađ veriđ vćri ađ koma til móts viđ hann og fleiri skákmenn sem hentar best ađ tefla einu sinni í viku. Tók Sigurlaug, formađur TR vel í áskorun Kristjáns og taldi vel koma til greina ađ halda Vetrarmót öđlinga í okt./nóv ásamt Vormóti Öđlinga í apríl/maí. Var gerđur mjög góđur rómur ađ ţessari hugmynd sem vonandi verđur ađ veruleika. Ţađ er von okkar Gođamanna ađ ţetta ágćta framtak Ólafs og TR megi dafna um langa framtíđ. 

Viđ Gođamenn stefnum ađ minnsta kosti ađ myndarlegri ţátttöku á nćsta móti sem vonandi verđur síđar á ţessu ári. 

                             Jón Ţorvaldsson. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband